Óánægja með stýrivaxtaákvörðun á evrusvæðinu 7. febrúar 2008 13:36 Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri evrópska seðlabankans. Mynd/AFP Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í fjórum prósentum. Þrýst hefur verið á bankann að hann fylgi fordæmi bandaríska og breska seðlabankans og færi vextina niður, svo sem til að lækka gengi evru gagnvart helstu gjaldmiðlum og blása þannig lífi í útflutning frá evrusvæðinu. Nokkrir markaðsaðilar hafa horft til þess að evrópski seðlabankinn myndi koma til móts við erfiðar markaðsaðstæður og lækka vextina. Íslenskir markaðsaðilar eru þar á meðal en hugsanlegt þykir að Seðlabanki Íslands horfi til aðgerða kollega síns á evrusvæðinu. Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri, sem flytur rökstuðning bankastjórnarinnar fyrir ákvörðuninni síðar í dag, hefur hins vegar staðið fast á því að bankinn eigi fremur að nýta stjórntæki sitt til að halda verðbólgu niðri en að auka fjárflæði á fjármálamörkuðum. Bankinn hefur engu að síður gripið til aðgerða, svo sem með því að veita milljörðum evra inn í efnahagslífið. Reiknað er með að Trichet höggvi í sömu knérunn á fundi sínum í dag. Fjárfestar hafa tekið ákvörðun bæði Englandsbanka og evrópska seðlabankans afar illa. FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur nú fallið um 2,4 prósent, Dax-vísitalan í Þýskalandi um 2,7 prósent og hin franska CAC-40 um 2,3 prósent. Þá standa hlutabréfamarkaðir á Norðurlöndunum sömuleiðis á rauðu. Mesta lækkunin er í kauphöllum í Ósló í Noregi og í Helsinki í Finnlandi en báðir markaði hafa fallið um rúm þrjú prósent í dag. Til samanburðar hefur Úrvalsvísitalan lækkað um rúm 1,4 prósent það sem af er dags eftir fall í gær. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í fjórum prósentum. Þrýst hefur verið á bankann að hann fylgi fordæmi bandaríska og breska seðlabankans og færi vextina niður, svo sem til að lækka gengi evru gagnvart helstu gjaldmiðlum og blása þannig lífi í útflutning frá evrusvæðinu. Nokkrir markaðsaðilar hafa horft til þess að evrópski seðlabankinn myndi koma til móts við erfiðar markaðsaðstæður og lækka vextina. Íslenskir markaðsaðilar eru þar á meðal en hugsanlegt þykir að Seðlabanki Íslands horfi til aðgerða kollega síns á evrusvæðinu. Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri, sem flytur rökstuðning bankastjórnarinnar fyrir ákvörðuninni síðar í dag, hefur hins vegar staðið fast á því að bankinn eigi fremur að nýta stjórntæki sitt til að halda verðbólgu niðri en að auka fjárflæði á fjármálamörkuðum. Bankinn hefur engu að síður gripið til aðgerða, svo sem með því að veita milljörðum evra inn í efnahagslífið. Reiknað er með að Trichet höggvi í sömu knérunn á fundi sínum í dag. Fjárfestar hafa tekið ákvörðun bæði Englandsbanka og evrópska seðlabankans afar illa. FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur nú fallið um 2,4 prósent, Dax-vísitalan í Þýskalandi um 2,7 prósent og hin franska CAC-40 um 2,3 prósent. Þá standa hlutabréfamarkaðir á Norðurlöndunum sömuleiðis á rauðu. Mesta lækkunin er í kauphöllum í Ósló í Noregi og í Helsinki í Finnlandi en báðir markaði hafa fallið um rúm þrjú prósent í dag. Til samanburðar hefur Úrvalsvísitalan lækkað um rúm 1,4 prósent það sem af er dags eftir fall í gær.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf