Erlent

Skíðaferðamenn í Sviss ógna afkomu sjaldgæfs fugls

Vísindamenn hafa gefið út aðvörun um að sjaldgæfur fugl í svissnesku Ölpunum sé í útrýmingarhættu vegna ágangs skíðaferðamanna.

Í Sviss kallast fugl þessi capercaille, hann er á stærð við kalkún en telst til sömu fuglaættar og íslenska rjúpan.

Fugli þessum var nær útrýmt í Skotlandi en þarlendum yfirvöldum tókst að koma í veg fyrir slíkt með markvissum aðgerðum.

Að sögn vísindamanna hefur stöðugt vaxandi ágangur ferðamanna á lendur fuglsins í Sviss valdið því að líkamlegu ástandi fulglsins hefur harkað vegna stress og þar með hefur dregið mjög úr afkomu stofnsins.

Svissnesk stjórnvöld hafa farið fram á það við ferðamálayfirvöld í landinu að þau sjái til þess að ferðamenn séu ekki um of að angra fluginn yfir vetrartímann.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×