Erlent

Morgnmaturinn heldur unglingum grönnum

Ný rannsókn sem framkvæmd var í Bandaríkjunum sýnir að unglingar sem borða morgunmat að staðaldri eru 2,3 kílóum léttari að meðaltali en jafnaldrar þeirra sem sleppa morgunmatnum.

Þessi niðurstaða þykir athyglisverð í ljósi þess að margir unglingar sleppa morgunmat í þeirri trú að slíkt hjálpi þeim við að halda línunum í lagi.

Rannsóknin náði til yfir 2.000 unglinga og stóð yfir í fimm ár. Meðal annars kom í ljós að 25% unglinga borða aldrei morgunmat og eru stúlkur í miklum meirihluta í þeim hópi.

Mark Pereira sem stjórnaði rannsókninni segir að það sé nokkuð kaldhæðið að þær stúlkur sem sleppa morgunmatnum vegna áhyggna um að fitna gera það samt en hinar sem ekki hafa áhyggjur og borða morgunmat reglulega eiga mun auðveldara með að halda líkamsþyngd sinni í skefjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×