Erla Dögg Haraldsdóttir ÍRB setti í dag nýtt Íslandsmet í 200 metra flugsundi á tímanum 2:18.79. Gamla metið átti Sigrún Brá Sverrisdóttir.
Þetta er þriðja Íslandsmetið sem Erla setur á Meistaramóti Íslands sem lauk í Laugardalnum í dag. Áður hafði hún sett met í 200 metra fjórsundi og 50 metra bringusundi.