Körfubolti

Landsliðið á leið til Írlands

Elvar Geir Magnússon skrifar
Jón Arnór kemur aftur inn í hópinn.
Jón Arnór kemur aftur inn í hópinn.

Á miðvikudag heldur íslenska körfuboltalandsliðið til Írlands og tekur þar þátt í Emerald Hoops æfingamótinu. Er það liður í undirbúningi fyrir leiki í undakeppni EM sem verða í sptember.

Fjögur lið taka þátt í æfingamótinu þar sem Ísland mætir Írlandi, Póllandi og Notre-Dame háskólaliðinu.

Sigurður Ingimundarson, landsliðsþjálfari, og Guðjón Skúlason aðstoðarmaður hans hafa gert nokkrar breytingar á liðinu sem lék tvo æfingaleiki gegn Litháen í júní. Jón Arnór Stefánsson, Friðrik Stefánsson og Fannar Ólafsson koma inn í stað þeirra Harðar Axels Vilhjálmssonar, Finns Magnússonar og Jóhanns Ólafssonar.

Liðið er þannig skipað:

Fannar Ólafsson

Friðrik Stefánsson

Sigurður Þorsteinsson

Helgi Magnússon

Hlynur Bæringsson

Sigurður Þorvaldsson

Logi Gunnarsson

Jón Arnór Stefánsson

Jakob Örn Sigurðarson

Páll Axel Vilbergsson

Magnús Þór Gunnarsson

Sveinbjörn Claessen






Fleiri fréttir

Sjá meira


×