Evrópsk bjartsýni hækkar Kaupþing 1. október 2008 09:06 Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, og forstjórinn Hreiðar Már Sigurðsson. Mynd/GVA Gengi hlutabréfa í Kaupþingi sem skráð eru í kauphöllina í Stokkhólmi í Svíþjóð hefur hækkað um 1,3 prósent í dag. Þetta er nokkuð í samræmi við þróunina á erlendum hlutabréfamörkuðum það sem af er dags eftir skell víða um heim í gær, að Bandaríkjunum undanskildum. Hækkunin á helstu mörkuðum í dag skýrist af bjartsýni fjárfesta á að fulltrúaþing Bandaríkjaþings samþykki björgunaraðgerðir ríkisstjórnarinnar eftir að hafa fellt þær á mánudag. Afleiðingar þess skiluðu sér í miklu verðfalli víða um heim. Björgunaraðgerðir stjórnvalda fela í sér stofnun nokkurs konar ruslasjóðs sem kaupa muni verðlausar eignir bandarískra banka og fjármálafyrirtækja sem tengjast þarlendum fasteignalánum fyrir 700 milljarða Bandaríkjadala. Kosið verður um málið vestanhafs í dag. FTSE-vísitalan hefur hækkað um 1,8 prósent, Dax-vísitalan í Þýskalandi hækkað um 0,08 prósent og CAC-40 vísitalan í Frakklandi hækkað um 0,75 prósent. OMX-40 vísitalan hefur hækkað um 2,69 prósent. Þar af hefur C-20 vísitalan í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í Danmörku hækkað um 2,8 prósent, vísitalan í Stokkhólmi í Svíþjóð hækkað um 1,3 prósent og sú í Helsinki í Finnlandi farið upp um 2,53 prósent. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Gengi hlutabréfa í Kaupþingi sem skráð eru í kauphöllina í Stokkhólmi í Svíþjóð hefur hækkað um 1,3 prósent í dag. Þetta er nokkuð í samræmi við þróunina á erlendum hlutabréfamörkuðum það sem af er dags eftir skell víða um heim í gær, að Bandaríkjunum undanskildum. Hækkunin á helstu mörkuðum í dag skýrist af bjartsýni fjárfesta á að fulltrúaþing Bandaríkjaþings samþykki björgunaraðgerðir ríkisstjórnarinnar eftir að hafa fellt þær á mánudag. Afleiðingar þess skiluðu sér í miklu verðfalli víða um heim. Björgunaraðgerðir stjórnvalda fela í sér stofnun nokkurs konar ruslasjóðs sem kaupa muni verðlausar eignir bandarískra banka og fjármálafyrirtækja sem tengjast þarlendum fasteignalánum fyrir 700 milljarða Bandaríkjadala. Kosið verður um málið vestanhafs í dag. FTSE-vísitalan hefur hækkað um 1,8 prósent, Dax-vísitalan í Þýskalandi hækkað um 0,08 prósent og CAC-40 vísitalan í Frakklandi hækkað um 0,75 prósent. OMX-40 vísitalan hefur hækkað um 2,69 prósent. Þar af hefur C-20 vísitalan í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í Danmörku hækkað um 2,8 prósent, vísitalan í Stokkhólmi í Svíþjóð hækkað um 1,3 prósent og sú í Helsinki í Finnlandi farið upp um 2,53 prósent.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira