Allir lögðu hönd á plóginn 2. júlí 2008 00:01 Guðmundur Magnússon sagnfræðingur Í ritinu Ísland á 20. öld (Reykjavík 2004) segir Helgi Skúli Kjartansson sagnfræðingur að frumkvæðið að þjóðarsáttinni svokölluðu árið 1990 hafi komið frá aðilum vinnumarkaðarins; verkalýðshreyfingu og atvinnurekendum: „Þeir gengu til samninga og lögðu að vanda fyrir ríkisstjórnina óskalista sinn. En ekki um neinn venjulegan félagsmálapakka, heldur víðtækar aðgerðir til að tryggja stöðugleikann í efnahagsmálum“, skrifar hann. Í bók minni Frá kreppu til þjóðarsáttar (Reykjavík 2004), sem er saga Vinnuveitendasambands Íslands frá 1938 til 1999, er farið nánar í saumana á aðdraganda og árangri þjóðarsáttarinnar. Þar er rakið hvernig þjóðarsáttin spratt annars vegar upp úr erfiðu efnahagsástandi veturinn 1989-1990, og hins vegar hvaða aðstæður höfðu skapast í samskiptum aðila vinnumarkaðarins og hagstjórn í landinu, sem gerðu hana mögulega. Þjóðarsáttin hefði ekki tekist án margvíslegra umbóta í efnahagsmálum á níunda áratugnum.Orðið þjóðarsátt kom síðarÞjóðarsátt 1990 Ásmundur Stefánsson, Haukur Halldórsson, Einar Oddur Kristjánsson.Orðið „þjóðarsátt“ um kjarasamningana og samkomulagið við stjórnvöld í febrúar 1990 kom ekki frá aðilum vinnumarkaðarins og finnst hvergi á samningablöðunum. Eftir að formlegar viðræður voru hafnar um nýja kjarasamninga og samningahugmyndin var farin að kvisast út töluðu fjölmiðlar um „niðurfærslu“. Samheldni ASÍ og VSÍ við samningaborðið var kölluð „niðurfærslubandalagið“. Hannes G. Sigurðsson, hagfræðingur VSÍ, talaði um „núll-lausn“ í grein í Morgunblaðinu mánuði áður en samningar voru undirritaðir. „Þjóðarsátt“ heyrðist fyrst að ráði um sumarið 1990 þegar tekist var á um það í tengslum við uppsögn samninga ríkisins við háskólamenn hvort allir launþegar ættu að sitja við sama borð. Háskólamenntaðir ríkisstarfsmenn voru þá sakaðir um að brjóta gegn þjóðarsátt um sömu launaþróun allra stétta. Eftir það festist heitið í sessi. Forsendurnar lykilatriðiðÞjóðarsáttin var ekki fólgin í kjarasamningunum sem slíkum, heldur forsendum þeirra. Samningarnir fólu í sér að laun hækkuðu fimm sinnum á næstu tuttugu mánuðum, samtals um 5% árið 1990 og 4,5% árið 1991. Að auki skyldu sérstakar launabætur greiddar hinum lægst launuðu. Samningarnir voru ekki verðtryggðir. Í staðinn var sett á fót launanefnd tveggja fulltrúa hvors samningsaðila sem meta átti hvort þróun verðlags á tilgreindum tímabilum gæfi tilefni til launahækkana umfram samninga. Átti nefndin í mati sínu einnig að taka tillit til breytinga á viðskiptakjörum við útlönd. Þetta var nýmæli. Það var ekki nóg að verðlag hækkaði svo að laun lækkuðu. Það varð líka að taka tillit til þess hvernig fyrirtækjunum gengi að afla tekna á erlendum mörkuðum.En þetta var ekki nægilegt til að ná árangri í baráttu við verðbólguna, samdrátt í efnahagslífinu og atvinnuleysi sem aukist hafði umtalsvert. Það þurfti að taka á ýmsum öðrum veigamiklum þáttum í efnahagslífinu. Þegar aðilar vinnumarkaðarins höfðu undirritað kjarasamningana afhentu þeir ríkisstjórninni minnisblað í tíu liðum um forsendur samninganna. Þjóðarsáttin var fólgin í því að ríkisstjórnin féllst á að vinna í samræmi við þessar forsendur. Að efni og framsetningu var minnisblaðið eins og efnahagskafli í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar, enda sögðu margir á þessum tíma að þungamiðja landsstjórnarinnar hefði færst frá Stjórnarráðinu og til aðila vinnumarkaðarins. Þarna voru beinlínis gefin fyrirmæli um ásættanleg viðskiptakjör og hagvöxt, gengi, vexti, verð á búvörum, verðlag opinberrar þjónustu, þróun neysluvísitölu og launaþróun hjá opinberum starfsmönnum. Einnig var ríkisstjórninni falið að leggja fram lagafrumvarp um lífeyrissjóði, samræma skattlagningu fyrirtækja því sem gerðist í nágrannalöndunum og skipa nefndir til að vinna úttektir á nokkrum félagslegum málefnum.Himnasending fyrir ríkisstjórninaRíkisstjórnin sem þá sat undir forsæti Steingríms Hermannssonar var samsteypustjórn fjögurra flokka: Framsóknarflokksins, Alþýðuflokksins, Alþýðubandalagsins og Borgaraflokksins. Hún hafði ekki styrk til að taka sjálfstætt á efnahagsvandanum, en fagnaði eðlilega frumkvæði aðila vinnumarkaðsins. Ef ekkert yrði að gert stefndu efnahagsmálin í algjört öngstræti. Fyrir ríkisstjórnina var þjóðarsáttin sem himnasending.Þjóðarsáttin tókst vegna þess að allir lögðu hönd á plóginn, vinnuveitendur og verkalýðshreyfing, ríkisstjórn og Alþingi, bændasamtök, viðskiptalífið og síðast en ekki síst almenningur með virku aðhaldi og eftirliti með framkvæmd loforðanna sem gefin voru. Jafnvægið í efnahagsmálum á tíunda áratugnum er afleiðing þjóðarsáttarinnar og þess skilnings á lögmálum efnahagslífsins sem þá tókst samstaða um. Undir smásjánni Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Í ritinu Ísland á 20. öld (Reykjavík 2004) segir Helgi Skúli Kjartansson sagnfræðingur að frumkvæðið að þjóðarsáttinni svokölluðu árið 1990 hafi komið frá aðilum vinnumarkaðarins; verkalýðshreyfingu og atvinnurekendum: „Þeir gengu til samninga og lögðu að vanda fyrir ríkisstjórnina óskalista sinn. En ekki um neinn venjulegan félagsmálapakka, heldur víðtækar aðgerðir til að tryggja stöðugleikann í efnahagsmálum“, skrifar hann. Í bók minni Frá kreppu til þjóðarsáttar (Reykjavík 2004), sem er saga Vinnuveitendasambands Íslands frá 1938 til 1999, er farið nánar í saumana á aðdraganda og árangri þjóðarsáttarinnar. Þar er rakið hvernig þjóðarsáttin spratt annars vegar upp úr erfiðu efnahagsástandi veturinn 1989-1990, og hins vegar hvaða aðstæður höfðu skapast í samskiptum aðila vinnumarkaðarins og hagstjórn í landinu, sem gerðu hana mögulega. Þjóðarsáttin hefði ekki tekist án margvíslegra umbóta í efnahagsmálum á níunda áratugnum.Orðið þjóðarsátt kom síðarÞjóðarsátt 1990 Ásmundur Stefánsson, Haukur Halldórsson, Einar Oddur Kristjánsson.Orðið „þjóðarsátt“ um kjarasamningana og samkomulagið við stjórnvöld í febrúar 1990 kom ekki frá aðilum vinnumarkaðarins og finnst hvergi á samningablöðunum. Eftir að formlegar viðræður voru hafnar um nýja kjarasamninga og samningahugmyndin var farin að kvisast út töluðu fjölmiðlar um „niðurfærslu“. Samheldni ASÍ og VSÍ við samningaborðið var kölluð „niðurfærslubandalagið“. Hannes G. Sigurðsson, hagfræðingur VSÍ, talaði um „núll-lausn“ í grein í Morgunblaðinu mánuði áður en samningar voru undirritaðir. „Þjóðarsátt“ heyrðist fyrst að ráði um sumarið 1990 þegar tekist var á um það í tengslum við uppsögn samninga ríkisins við háskólamenn hvort allir launþegar ættu að sitja við sama borð. Háskólamenntaðir ríkisstarfsmenn voru þá sakaðir um að brjóta gegn þjóðarsátt um sömu launaþróun allra stétta. Eftir það festist heitið í sessi. Forsendurnar lykilatriðiðÞjóðarsáttin var ekki fólgin í kjarasamningunum sem slíkum, heldur forsendum þeirra. Samningarnir fólu í sér að laun hækkuðu fimm sinnum á næstu tuttugu mánuðum, samtals um 5% árið 1990 og 4,5% árið 1991. Að auki skyldu sérstakar launabætur greiddar hinum lægst launuðu. Samningarnir voru ekki verðtryggðir. Í staðinn var sett á fót launanefnd tveggja fulltrúa hvors samningsaðila sem meta átti hvort þróun verðlags á tilgreindum tímabilum gæfi tilefni til launahækkana umfram samninga. Átti nefndin í mati sínu einnig að taka tillit til breytinga á viðskiptakjörum við útlönd. Þetta var nýmæli. Það var ekki nóg að verðlag hækkaði svo að laun lækkuðu. Það varð líka að taka tillit til þess hvernig fyrirtækjunum gengi að afla tekna á erlendum mörkuðum.En þetta var ekki nægilegt til að ná árangri í baráttu við verðbólguna, samdrátt í efnahagslífinu og atvinnuleysi sem aukist hafði umtalsvert. Það þurfti að taka á ýmsum öðrum veigamiklum þáttum í efnahagslífinu. Þegar aðilar vinnumarkaðarins höfðu undirritað kjarasamningana afhentu þeir ríkisstjórninni minnisblað í tíu liðum um forsendur samninganna. Þjóðarsáttin var fólgin í því að ríkisstjórnin féllst á að vinna í samræmi við þessar forsendur. Að efni og framsetningu var minnisblaðið eins og efnahagskafli í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar, enda sögðu margir á þessum tíma að þungamiðja landsstjórnarinnar hefði færst frá Stjórnarráðinu og til aðila vinnumarkaðarins. Þarna voru beinlínis gefin fyrirmæli um ásættanleg viðskiptakjör og hagvöxt, gengi, vexti, verð á búvörum, verðlag opinberrar þjónustu, þróun neysluvísitölu og launaþróun hjá opinberum starfsmönnum. Einnig var ríkisstjórninni falið að leggja fram lagafrumvarp um lífeyrissjóði, samræma skattlagningu fyrirtækja því sem gerðist í nágrannalöndunum og skipa nefndir til að vinna úttektir á nokkrum félagslegum málefnum.Himnasending fyrir ríkisstjórninaRíkisstjórnin sem þá sat undir forsæti Steingríms Hermannssonar var samsteypustjórn fjögurra flokka: Framsóknarflokksins, Alþýðuflokksins, Alþýðubandalagsins og Borgaraflokksins. Hún hafði ekki styrk til að taka sjálfstætt á efnahagsvandanum, en fagnaði eðlilega frumkvæði aðila vinnumarkaðsins. Ef ekkert yrði að gert stefndu efnahagsmálin í algjört öngstræti. Fyrir ríkisstjórnina var þjóðarsáttin sem himnasending.Þjóðarsáttin tókst vegna þess að allir lögðu hönd á plóginn, vinnuveitendur og verkalýðshreyfing, ríkisstjórn og Alþingi, bændasamtök, viðskiptalífið og síðast en ekki síst almenningur með virku aðhaldi og eftirliti með framkvæmd loforðanna sem gefin voru. Jafnvægið í efnahagsmálum á tíunda áratugnum er afleiðing þjóðarsáttarinnar og þess skilnings á lögmálum efnahagslífsins sem þá tókst samstaða um.
Undir smásjánni Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira