Að byggja brú 14. desember 2008 06:00 Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar um Evrópumál Brýr eru stórkostleg uppfinning. Þær tengja saman lönd og landsvæði á snilldarlegan hátt. Brúin yfir Skeiðarársand er gott dæmi hérlendis, sem og Borgarfjarðarbrúin, en hún er gott dæmi um vel heppnaða fjárfestingu í samgöngum. Niðurstaðan er kannski í stuttu máli sú að brýr skapa möguleika. Carl Bildt, utanríkisráðherra Svía (úr flokki hægrimanna, Moderaterna) er duglegur bloggari og notandi nútíma samskiptatækni. Á bloggi hans fær lesandinn sjaldséða innsýn í heim háttsetts stjórnmálamanns, Evrópu- og alþjóðasinna. Í einni af nýlegri færslum sínum skrifar hann um brúna yfir Eyrarsund, á milli Danmerkur og Svíþjóðar. Hann var frá upphafi fylgismaður hennar, en það voru ekki allir. Olof Johansson, ráðherra umhverfismála (og formaður sænska Miðflokksins), var á móti brúarsmíðinni og vildi meðal annars rannsaka betur umhverfisáhrif hennar. Alþjóðleg nefnd sérfræðinga hafði þó komist að þeirri niðurstöðu að brúin væri ekki hættuleg umhverfinu. Olof var hins vegar ósáttur og sagði af sér árið 1994 vegna málsins. Þetta gerðist einmitt á þeim tíma þegar Svíar voru að klára aðildarviðræður við ESB, en landið gekk í sambandið 1. janúar 1995. Nú er brúin hins vegar staðreynd, var formlega vígð árið 2000. Allir eru sammála um að um stórkostlega framför sé að ræða. Brúin hefur búið til nýtt atvinnusvæði og tækifæri sem áður voru ekki til eða að mörgu leyti takmörkuð. Danmörk og Svíþjóð eru nú tengd varanlega með brúnni og hefur þetta skapað mikil tækifæri fyrir báðar þjóðirnar. Það má segja að EES-samningurinn hafi verið eins konar „brú“ okkar Íslendinga inn í Evrópu og Evrópusambandið (ESB) á sínum tíma. Hann veitti okkur tækifæri sem ekki höfðu áður þekkst. Um 80% af útflutningi okkar fer til ESB og þaðan koma 70% þess sem við flytjum inn. Svo náin eru viðskiptaleg tengsl okkar við Evrópu. En þessi brú er nú byrjuð að eldast og á henni eru að margra mati vankantar. Þó held ég að það sé enginn á því að rífa hana niður. Þarf ekki bara að bæta við hana og gera hana betri? Með fullri aðild að ESB tel ég að Ísland myndi eignast fyrir alvöru þá „brú“ sem landið þarf á að halda til framtíðar. Vera heilshugar þátttakandi í samstarfi 27 fullvalda og sjálfstæðra ríkja, sem í raun berjast fyrir framförum á flestum sviðum mannlífsins og hafa ákveðið að taka sameiginlega á þeim vandamálum sem augljóslega þarf að glíma við í framtíðinni. Íslendingar eru Evrópubúar og tilheyra Evrópu, bæði landfræðilega og menningarlega, en ekki síst stjórnmálalega. Við höfum frá upphafi haft samskipti við aðrar þjóðir. Þannig hefur það verið og þannig mun það verða. Nú er kannski komið að því að ákveða hvert við viljum stefna sem þjóð í þessum efnum. Sá á kvölina sem á völina. En til þess að hægt verði að taka upplýsta ákvörðun þarf þjóðin upplýsingu. Þar komum við að hlutverki stjórnvalda, hagsmunasamtaka og kannski almennings sjálfs. Upplýsingarnar eru þarna úti; í dagblöðum, bókum, tímaritum, internetinu svo eitthvað sé nefnt. Íslenska þjóðin getur, rétt eins og aðrar þjóðir, vegið og metið þetta brýna hagsmunamál. Höfundur er stjórnmálafræðingur og situr í stjórn Evrópusamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar um Evrópumál Brýr eru stórkostleg uppfinning. Þær tengja saman lönd og landsvæði á snilldarlegan hátt. Brúin yfir Skeiðarársand er gott dæmi hérlendis, sem og Borgarfjarðarbrúin, en hún er gott dæmi um vel heppnaða fjárfestingu í samgöngum. Niðurstaðan er kannski í stuttu máli sú að brýr skapa möguleika. Carl Bildt, utanríkisráðherra Svía (úr flokki hægrimanna, Moderaterna) er duglegur bloggari og notandi nútíma samskiptatækni. Á bloggi hans fær lesandinn sjaldséða innsýn í heim háttsetts stjórnmálamanns, Evrópu- og alþjóðasinna. Í einni af nýlegri færslum sínum skrifar hann um brúna yfir Eyrarsund, á milli Danmerkur og Svíþjóðar. Hann var frá upphafi fylgismaður hennar, en það voru ekki allir. Olof Johansson, ráðherra umhverfismála (og formaður sænska Miðflokksins), var á móti brúarsmíðinni og vildi meðal annars rannsaka betur umhverfisáhrif hennar. Alþjóðleg nefnd sérfræðinga hafði þó komist að þeirri niðurstöðu að brúin væri ekki hættuleg umhverfinu. Olof var hins vegar ósáttur og sagði af sér árið 1994 vegna málsins. Þetta gerðist einmitt á þeim tíma þegar Svíar voru að klára aðildarviðræður við ESB, en landið gekk í sambandið 1. janúar 1995. Nú er brúin hins vegar staðreynd, var formlega vígð árið 2000. Allir eru sammála um að um stórkostlega framför sé að ræða. Brúin hefur búið til nýtt atvinnusvæði og tækifæri sem áður voru ekki til eða að mörgu leyti takmörkuð. Danmörk og Svíþjóð eru nú tengd varanlega með brúnni og hefur þetta skapað mikil tækifæri fyrir báðar þjóðirnar. Það má segja að EES-samningurinn hafi verið eins konar „brú“ okkar Íslendinga inn í Evrópu og Evrópusambandið (ESB) á sínum tíma. Hann veitti okkur tækifæri sem ekki höfðu áður þekkst. Um 80% af útflutningi okkar fer til ESB og þaðan koma 70% þess sem við flytjum inn. Svo náin eru viðskiptaleg tengsl okkar við Evrópu. En þessi brú er nú byrjuð að eldast og á henni eru að margra mati vankantar. Þó held ég að það sé enginn á því að rífa hana niður. Þarf ekki bara að bæta við hana og gera hana betri? Með fullri aðild að ESB tel ég að Ísland myndi eignast fyrir alvöru þá „brú“ sem landið þarf á að halda til framtíðar. Vera heilshugar þátttakandi í samstarfi 27 fullvalda og sjálfstæðra ríkja, sem í raun berjast fyrir framförum á flestum sviðum mannlífsins og hafa ákveðið að taka sameiginlega á þeim vandamálum sem augljóslega þarf að glíma við í framtíðinni. Íslendingar eru Evrópubúar og tilheyra Evrópu, bæði landfræðilega og menningarlega, en ekki síst stjórnmálalega. Við höfum frá upphafi haft samskipti við aðrar þjóðir. Þannig hefur það verið og þannig mun það verða. Nú er kannski komið að því að ákveða hvert við viljum stefna sem þjóð í þessum efnum. Sá á kvölina sem á völina. En til þess að hægt verði að taka upplýsta ákvörðun þarf þjóðin upplýsingu. Þar komum við að hlutverki stjórnvalda, hagsmunasamtaka og kannski almennings sjálfs. Upplýsingarnar eru þarna úti; í dagblöðum, bókum, tímaritum, internetinu svo eitthvað sé nefnt. Íslenska þjóðin getur, rétt eins og aðrar þjóðir, vegið og metið þetta brýna hagsmunamál. Höfundur er stjórnmálafræðingur og situr í stjórn Evrópusamtakanna.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun