Erlent

Verkfæri Neanderdalsmanna finnast í fornleifauppgreftri í Bretlandi

Neanderdalsmanninum hefur ekki verið lýst frýnilegum á brún.
Neanderdalsmanninum hefur ekki verið lýst frýnilegum á brún.

Fornleifauppgröftur í Vestur-Sussex í Bretlandi hefur fundið tugi verkfæra sem talið er að hafi tilheyrt Neanderdalsmönnum. Er talið að verkfærin hafi verið notuð til þess að elta uppi dýr á borð við hesta og mammúta.

Samkvæmt fréttavef BBC varpar þessi uppgötvun miklu ljósi á líf Neanderdalsmanna sem veiðimanna. Mögulegt er að eigendur vopnanna hafi verið með síðustu Neandedalsmönnum sem uppi voru í Evrópu.

Verkfærin gefa fremur til kynna íbúa sem höfðu skilning og stjórn á náttúrunni og bjuggu yfir vaxandi tæknimenningu heldur en tegund á barmi útrýmingar. Á þessi uppgötvun að geta svarað meginspurningum um hve tæknilega þróaðir Neanderdaldsmenn voru miðað við aðrar tegundir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×