Viðskipti erlent

Sjælsö Gruppen selur eignir í Danmörku

Sjælsö seldi í dag eignir í Nærum og TV-Byen í Danmörku til M. Goldschmit Ejendomme. Í Nærum var um skrifstofuhúsnæði að ræða en í TV-Byen var það hin nýbyggða REMA 1000 bygging.

Eignarhaldsfélagið Samson er stór hluthafi í Sjælsö Gruppen í gegnum félagið SG Nord Holding A/S.

Flemming Jensen forstjóri Sjælsö segir í samtali við börsen.dk að hann vilji en gefa upp kaupverðið en að væntingar félagsins um uppgjör ársins muni standast. Endurskoðaðar væntingar eru upp á 250-350 milljón danskra kr. hagnað eða sem svarar allt að rúmlega 7 milljörðum kr..

Hvað varðar nánustu framtíð eða árin 2009 og 2010 segir Flemming Jensen að erfitt sé að spá um hana. "Fjármögnun er afgerandi fyrir fasteignafélög frá upphafi til enda og því fer þetta eftir því hvaða hjálparpakkar verða í boði og hvað þeir innihalda," segir Jensen.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×