Ræða samruna Honda og Nissan Samúel Karl Ólason skrifar 18. desember 2024 09:54 Makoto Uchida og Toshihiro Mibe, yfirmenn Nissan og Honda. AP Forsvarsmenn bílafyrirtækjanna japönsku Honda og Nissan eiga í viðræðum um mögulegan samruna. Dregið hefur verulega úr hagnaði hjá Nissan og bæði fyrirtæki eiga í erfiðri baráttu við kínverska bílaframleiðendur sem eru að setja mark sitt á markaðinn. Þá var tilkynnt í síðasta mánuði að skera ætti verulega niður hjá Nissan, með því að segja upp níu þúsund manns og draga úr framleiðslugetu um fimmtung. Honda var stofnað árið 1948 og Nissan árið 1933. Fyrirtækin eru annar (Honda) og þriðji (Nissan) stærstu bílaframleiðendur Japan og gæti samruni haft veruleg áhrif á iðnaðinn þar og í heiminum. Verði af samruna fyrirtækjanna gæti það fyrirtæki orðið þriðji stærsti bílaframleiðandi heims. Í frétt New York Times segir að Honda hafi selt 3,98 milljónir bíla í fyrra og Nissan 3,37 milljónir. Toyota sendi flesta bíla í fyrra eða 11,23 milljónir og Volkswagen Group seldi 9,23 milljónir. Þurfa að fjárfesta mikið Eftir að fregnir bárust af viðræðunum staðfestu forsvarsmenn fyrirtækjanna að þær væru að eiga sér stað og þær snerust um samruna eða mögulega aukna samvinnu en engin ákvörðun hefði verið tekin, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Enn eru viðræðurnar sagðar á frumstigi. Áður hefur verið tilkynnt að samstarf milli fyrirtækjanna hafi verið aukið og þá sérstaklega þegar kemur að þróun rafmagnsbíla og tengdri tækni. Í grein WSJ er haft eftir greinendum að rafmagnsbílaframleiðendur eins og Tesla og kínverska fyrirtækið BYD hafi mikið forskot á þeim markaði og sömuleiðis þegar kemur að hugbúnaði fyrir sjálfkeyrandi bíla. Önnur fyrirtæki þurfi að fjárfesta mikið til að draga úr þessu forskoti. Kínverskir bílaframleiðendur hafa á undanförnum árum notið mikils stuðnings frá yfirvöldum þar og eru nú sífellt að auka markaðsstöðu sína víðsvegar um heiminn. Kína tók í fyrra frammúr Japan og er orðið það ríki sem flytur út flesta bíla á heimsvísu. Japan Bílar Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Sjá meira
Þá var tilkynnt í síðasta mánuði að skera ætti verulega niður hjá Nissan, með því að segja upp níu þúsund manns og draga úr framleiðslugetu um fimmtung. Honda var stofnað árið 1948 og Nissan árið 1933. Fyrirtækin eru annar (Honda) og þriðji (Nissan) stærstu bílaframleiðendur Japan og gæti samruni haft veruleg áhrif á iðnaðinn þar og í heiminum. Verði af samruna fyrirtækjanna gæti það fyrirtæki orðið þriðji stærsti bílaframleiðandi heims. Í frétt New York Times segir að Honda hafi selt 3,98 milljónir bíla í fyrra og Nissan 3,37 milljónir. Toyota sendi flesta bíla í fyrra eða 11,23 milljónir og Volkswagen Group seldi 9,23 milljónir. Þurfa að fjárfesta mikið Eftir að fregnir bárust af viðræðunum staðfestu forsvarsmenn fyrirtækjanna að þær væru að eiga sér stað og þær snerust um samruna eða mögulega aukna samvinnu en engin ákvörðun hefði verið tekin, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Enn eru viðræðurnar sagðar á frumstigi. Áður hefur verið tilkynnt að samstarf milli fyrirtækjanna hafi verið aukið og þá sérstaklega þegar kemur að þróun rafmagnsbíla og tengdri tækni. Í grein WSJ er haft eftir greinendum að rafmagnsbílaframleiðendur eins og Tesla og kínverska fyrirtækið BYD hafi mikið forskot á þeim markaði og sömuleiðis þegar kemur að hugbúnaði fyrir sjálfkeyrandi bíla. Önnur fyrirtæki þurfi að fjárfesta mikið til að draga úr þessu forskoti. Kínverskir bílaframleiðendur hafa á undanförnum árum notið mikils stuðnings frá yfirvöldum þar og eru nú sífellt að auka markaðsstöðu sína víðsvegar um heiminn. Kína tók í fyrra frammúr Japan og er orðið það ríki sem flytur út flesta bíla á heimsvísu.
Japan Bílar Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Sjá meira