Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Samúel Karl Ólason skrifar 24. október 2025 14:04 Framkvæmdastjórnin hefur sakað Meta, sem á Facebook og Instagram, og Bytedance, sem á TikTok, um að brjóta gegn lögum Evrópusambandsins. Áður hafði X verið sakað um sambærileg brot. Getty/Alicia Windzio Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sakaði í dag Meta og Bytedance um að brjóta gegn nýjum lögum sambandsins um samfélagsmiðla. Fyrirtækin eru sökuð um að veita rannsakendum ekki aðgang að gögnum á Facebook og Instagram annarsvegar og TikTok hins vegar, eins og lögin segja til um. Fyrirtækin eru einnig sögð gera ekki nóg til að gera notendum kleift að flagga ólöglegt efni og að áfrýja ákvörðunum starfsmanna um að fjarlægja efni, eða fjarlægja ekki efni. Samkvæmt frétt Politico fá forsvarsmenn fyrirtækjanna nú rétt til að svara ásökunum Framkvæmdastjórnarinnar. Falli þau svör ekki í kramið í Brussel standa fyrirtækin frammi fyrir sektum sem gætu samsvarað allt að sex prósentum af heildartekjum þeirra. Miðillinn hefur eftir talsmanni Meta að félagið hafi ekki brotið gegn lögunum. Breytingar hafi verið gerðar og forsvarsmenn fyrirtækisins hafi trú á því að þeim muni takast að sannfæra framkvæmdastjórnina um að sekta þá ekki. Talsmaður TikTok slær á svipaða strengi í yfirlýsingu til Politico. Fyrr á árinu hafði framkvæmdastjórnin gripið til sambærilegra aðgerða gegn X (áður Twitter) sem er í eigu Elons Musk. Þó fjölmiðlar hafi sagt frá því í vor að framkvæmdastjórnin væri að íhuga að sekta X hefur ekki orðið að því enn. Sjá einnig: Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt þessar nýju reglur Evrópusambandsins. Hann segir þær koma niður á bandarískum tæknifyrirtækjum og hefur hótað því að beita Evrópu enn hærri tollum verði lögin ekki felld úr gildi. Lögin kallast á ensku „Digital Services Act“ og er þeim ætlað að þvinga samfélagsmiðlafyrirtæki til að grípa til aðgerða gegn upplýsingaóreiðu, sem fyrirtækin hafa lengi verið sökuð um að dreifa og gera lygar vinsælar með algóriþmum sínum. Evrópusambandið Meta TikTok Samfélagsmiðlar Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Fyrirtækin eru einnig sögð gera ekki nóg til að gera notendum kleift að flagga ólöglegt efni og að áfrýja ákvörðunum starfsmanna um að fjarlægja efni, eða fjarlægja ekki efni. Samkvæmt frétt Politico fá forsvarsmenn fyrirtækjanna nú rétt til að svara ásökunum Framkvæmdastjórnarinnar. Falli þau svör ekki í kramið í Brussel standa fyrirtækin frammi fyrir sektum sem gætu samsvarað allt að sex prósentum af heildartekjum þeirra. Miðillinn hefur eftir talsmanni Meta að félagið hafi ekki brotið gegn lögunum. Breytingar hafi verið gerðar og forsvarsmenn fyrirtækisins hafi trú á því að þeim muni takast að sannfæra framkvæmdastjórnina um að sekta þá ekki. Talsmaður TikTok slær á svipaða strengi í yfirlýsingu til Politico. Fyrr á árinu hafði framkvæmdastjórnin gripið til sambærilegra aðgerða gegn X (áður Twitter) sem er í eigu Elons Musk. Þó fjölmiðlar hafi sagt frá því í vor að framkvæmdastjórnin væri að íhuga að sekta X hefur ekki orðið að því enn. Sjá einnig: Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt þessar nýju reglur Evrópusambandsins. Hann segir þær koma niður á bandarískum tæknifyrirtækjum og hefur hótað því að beita Evrópu enn hærri tollum verði lögin ekki felld úr gildi. Lögin kallast á ensku „Digital Services Act“ og er þeim ætlað að þvinga samfélagsmiðlafyrirtæki til að grípa til aðgerða gegn upplýsingaóreiðu, sem fyrirtækin hafa lengi verið sökuð um að dreifa og gera lygar vinsælar með algóriþmum sínum.
Evrópusambandið Meta TikTok Samfélagsmiðlar Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira