Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur tilkynnt að Salih Heimir Porca hafi verið sagt upp störfum sem þjálfari kvennaliðs félagsins í knattspyrnu.
Ástæðan er sögð vera slakt gengi liðsins í Landsbankadeildinni í sumar. Þetta kemur fram á heimasíðu Keflavíkur í dag.