Andrés Önd og peningastefnan 11. júní 2008 00:01 Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands, segir að bankinn sé að skoða aukið samstarf við skóla á sviði hagfræðikennslu. MARKAÐURINN/GVA Þau skref sem við höfum tekið í að auka gagnsæi og upplýsingagjöf hafa aukið áhrifamátt peningastefnunnar. Við sjáum það af verðmyndun á markaði að við erum að hafa meiri áhrif með því að gefa meiri upplýsingar,“ segir Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands. Spurður hvort Seðlabanki Íslands stefni að útgáfu kennsluefnis líkt og margir seðlabankar hafa gert undanfarið segir Þorvarður að það hafi verið fundað um það og þá sérstaklega að auka samstarf við skólana. Hann bendir á að margir seðlabankar hafi farið í samstarf við skóla og komið á fót keppnum á sviði hagfræði. Hann segir að rætt hafi verið um að koma á slíkri keppni hérlendis en ekkert ákveðið í þeim efnum. Þorvarður telur að aukin upplýsingagjöf styðji tvímælalaust við peningamálastefnuna. „Það skiptir ofboðslega miklu máli að upplýsa almenning um hagfræði og áherslan á peningamálahagfræði er allt of lítil á Íslandi. Það er ótrúlegt í ljósi verðbólgusögunnar að það sé ekki meiri umræða um hve skaðleg verðbólga sé,“ segir Þorvarður. Hann segir jafnframt að hann hafi upplifað það margsinnis að þurfa að útskýra hve skaðleg verðbólga sé á meðan almenningur í Þýskalandi fari á taugum ef fréttir birtist sem sýni þriggja prósenta verðbólgu. Spurður hvort Andrés Önd eða aðrar teiknimyndapersónur geti stutt við peningamálastefnuna í ljósi þess að Seðlabanki Bandaríkjanna gefur út myndasögur til að upplýsa almenning um hagfræði segir Þorvarður: „Þetta leggst allt á sömu sveif, hvort sem það eru teiknimyndasögur eða mjög fræðileg umræða.“Engin ákvörðun ennÁHERSLA Á AÐ ÚTSKÝRA VERÐBÓLGUMARKMIÐ Stefán Jóhann Stefánsson ritstjóri segir að bankinn taki reglulega á móti námsfólki og leggi áherslu á að útskýra verðbólgumarkmið bankans og mikilvægi fjármálastöðugleika. markaðurinn/VALLI„Seðlabankinn tekur reglulega á móti námsfólki á öllum aldri, allt frá grunnskólanemum til háskólanema, og við kynnum þeim starfsemina. Einnig er tekið á móti starfsmannafélögum og félagasamtökum. Við reynum að miða kynningar við hæfi hvers og eins þó að áherslan sé á að útskýra þá þætti sem varða verðbólgumarkmið bankans og fjármálastöðugleika. Yngri hlustendur hafa jafnan meiri áhuga á seðlum og mynt auk gullforða bankans,“ segir Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri hjá Seðlabanka Íslands.Hann bendir á að bankinn gefi út ýmislegt efni sem þjóni þeim tilgangi að uppfræða almenning, og fleira hafi verið til umræðu þó að ekki hafi verið tekin ákvörðun um slíkt.Spurður um tölvuleik sem er í myntsafni Seðlabankans og Þjóðminjasafns í seðlabankabyggingunni við Kalkofnsveg segir Stefán að hann hafi verið saminn í samvinnu við Seðlabanka Finnlands og margmiðlunarfyrirtæki í Finnlandi. „Leikurinn er ekki aðgengilegur á vefnum en myntsafnið er opið reglulega fyrir almenning og því geta áhugasamir skoðað þennan leik sem byggir á sams konar forsendum og liggja að baki þegar seðlabankar beita vöxtum til að hafa áhrif á verðbólgu,“ segir Stefán.Hann segir jafnframt að það sé í bígerð að setja leikinn á vefinn en óljóst er hvenær af því verður. Stefán bendir á að leikurinn er aðgengilegur á hinni ensku heimasíðu safns Seðlabanka Finnlands, www.rahamuseo.fi/english/. Undir smásjánni Mest lesið Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Sjá meira
Þau skref sem við höfum tekið í að auka gagnsæi og upplýsingagjöf hafa aukið áhrifamátt peningastefnunnar. Við sjáum það af verðmyndun á markaði að við erum að hafa meiri áhrif með því að gefa meiri upplýsingar,“ segir Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands. Spurður hvort Seðlabanki Íslands stefni að útgáfu kennsluefnis líkt og margir seðlabankar hafa gert undanfarið segir Þorvarður að það hafi verið fundað um það og þá sérstaklega að auka samstarf við skólana. Hann bendir á að margir seðlabankar hafi farið í samstarf við skóla og komið á fót keppnum á sviði hagfræði. Hann segir að rætt hafi verið um að koma á slíkri keppni hérlendis en ekkert ákveðið í þeim efnum. Þorvarður telur að aukin upplýsingagjöf styðji tvímælalaust við peningamálastefnuna. „Það skiptir ofboðslega miklu máli að upplýsa almenning um hagfræði og áherslan á peningamálahagfræði er allt of lítil á Íslandi. Það er ótrúlegt í ljósi verðbólgusögunnar að það sé ekki meiri umræða um hve skaðleg verðbólga sé,“ segir Þorvarður. Hann segir jafnframt að hann hafi upplifað það margsinnis að þurfa að útskýra hve skaðleg verðbólga sé á meðan almenningur í Þýskalandi fari á taugum ef fréttir birtist sem sýni þriggja prósenta verðbólgu. Spurður hvort Andrés Önd eða aðrar teiknimyndapersónur geti stutt við peningamálastefnuna í ljósi þess að Seðlabanki Bandaríkjanna gefur út myndasögur til að upplýsa almenning um hagfræði segir Þorvarður: „Þetta leggst allt á sömu sveif, hvort sem það eru teiknimyndasögur eða mjög fræðileg umræða.“Engin ákvörðun ennÁHERSLA Á AÐ ÚTSKÝRA VERÐBÓLGUMARKMIÐ Stefán Jóhann Stefánsson ritstjóri segir að bankinn taki reglulega á móti námsfólki og leggi áherslu á að útskýra verðbólgumarkmið bankans og mikilvægi fjármálastöðugleika. markaðurinn/VALLI„Seðlabankinn tekur reglulega á móti námsfólki á öllum aldri, allt frá grunnskólanemum til háskólanema, og við kynnum þeim starfsemina. Einnig er tekið á móti starfsmannafélögum og félagasamtökum. Við reynum að miða kynningar við hæfi hvers og eins þó að áherslan sé á að útskýra þá þætti sem varða verðbólgumarkmið bankans og fjármálastöðugleika. Yngri hlustendur hafa jafnan meiri áhuga á seðlum og mynt auk gullforða bankans,“ segir Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri hjá Seðlabanka Íslands.Hann bendir á að bankinn gefi út ýmislegt efni sem þjóni þeim tilgangi að uppfræða almenning, og fleira hafi verið til umræðu þó að ekki hafi verið tekin ákvörðun um slíkt.Spurður um tölvuleik sem er í myntsafni Seðlabankans og Þjóðminjasafns í seðlabankabyggingunni við Kalkofnsveg segir Stefán að hann hafi verið saminn í samvinnu við Seðlabanka Finnlands og margmiðlunarfyrirtæki í Finnlandi. „Leikurinn er ekki aðgengilegur á vefnum en myntsafnið er opið reglulega fyrir almenning og því geta áhugasamir skoðað þennan leik sem byggir á sams konar forsendum og liggja að baki þegar seðlabankar beita vöxtum til að hafa áhrif á verðbólgu,“ segir Stefán.Hann segir jafnframt að það sé í bígerð að setja leikinn á vefinn en óljóst er hvenær af því verður. Stefán bendir á að leikurinn er aðgengilegur á hinni ensku heimasíðu safns Seðlabanka Finnlands, www.rahamuseo.fi/english/.
Undir smásjánni Mest lesið Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Sjá meira