Enska lánið 17. desember 2008 00:01 Nokkuð virðist til í því að sagan snúi alltaf aftur. Árið 1921 sigldi þjóðarskútan inn í þvílíkan brimskafl í kjölfar fyrri heimsstyrjaldar að gríðarlegur hallarekstur blasti við í ríkisbúskapnum og þrot fyrir bönkunum, Landsbanka og þáverandi Íslandsbanka. Brugðið var á ýmis ráð, svo sem innflutningshöft á óþarfa glysvarning. Í ofanálag var slegið á risalán upp á hálfa milljón sterlingspunda hjá Hambros-banka í Lundúnum, viðskiptabanka Íslendinga á erlendri grund á þeim tíma. Bankinn tók veð í tollum landsins á móti. Í sögubókum kallast þetta enska lánið þótt mörg íslensk fyrirtæki hafi átt í viðskiptum við bankann. Nafn Hambros-banki kom upp stöku sinnum næstu áratugi eftir þetta. Eftirminnilegasta skiptið var þegar í ljós kom að Sambandið sáluga skuldaði bankanum 1,3 milljarða króna árið 1990 en virtist ekki hafa burði til að standa við skuldbindinguna. Eins og Morgunblaðið segir söguna var það mat Landsbankans að lánstraust Íslendinga erlendis kynni að verða í uppnámi myndi Hambros og aðrir viðskiptabankans segja upp viðskiptum sínum við Sambandið. Landsbankinn tók Sambandið yfir í kjölfarið en Hambros er nú deild innan franska bankans Société Générale. Söguna um nýleg afdrif Íslandsbanka (sem að nafninu einu tengist Glitni) og Landsbankans ættu flestir að þekkja. Héðan og þaðan Mest lesið Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Sjá meira
Nokkuð virðist til í því að sagan snúi alltaf aftur. Árið 1921 sigldi þjóðarskútan inn í þvílíkan brimskafl í kjölfar fyrri heimsstyrjaldar að gríðarlegur hallarekstur blasti við í ríkisbúskapnum og þrot fyrir bönkunum, Landsbanka og þáverandi Íslandsbanka. Brugðið var á ýmis ráð, svo sem innflutningshöft á óþarfa glysvarning. Í ofanálag var slegið á risalán upp á hálfa milljón sterlingspunda hjá Hambros-banka í Lundúnum, viðskiptabanka Íslendinga á erlendri grund á þeim tíma. Bankinn tók veð í tollum landsins á móti. Í sögubókum kallast þetta enska lánið þótt mörg íslensk fyrirtæki hafi átt í viðskiptum við bankann. Nafn Hambros-banki kom upp stöku sinnum næstu áratugi eftir þetta. Eftirminnilegasta skiptið var þegar í ljós kom að Sambandið sáluga skuldaði bankanum 1,3 milljarða króna árið 1990 en virtist ekki hafa burði til að standa við skuldbindinguna. Eins og Morgunblaðið segir söguna var það mat Landsbankans að lánstraust Íslendinga erlendis kynni að verða í uppnámi myndi Hambros og aðrir viðskiptabankans segja upp viðskiptum sínum við Sambandið. Landsbankinn tók Sambandið yfir í kjölfarið en Hambros er nú deild innan franska bankans Société Générale. Söguna um nýleg afdrif Íslandsbanka (sem að nafninu einu tengist Glitni) og Landsbankans ættu flestir að þekkja.
Héðan og þaðan Mest lesið Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Sjá meira