Handbolti

Fram vann Stjörnuna

Elvar Geir Magnússon skrifar

Þrír leikir fóru fram í N1 deild karla í handbolta í kvöld en botnslag ÍBV og Aftureldingar var frestað. Bæði þessi lið eru þegar fallin.

Fram vann Stjörnuna 33-30 og gerði nánast út um vonir Stjörnunnar um Evrópusæti. Andri Berg Haraldsson skoraði 9 mörk fyrir Fram en Heimir Örn Árnason 10 mörk fyrir Stjörnuna.

HK vann Val 25-22 á útivelli og eru Fram og HK jöfn í 2. - 3. sæti deildarinnar með 32 stig, tveimur stigum meira en Valur. Ragnar Hjaltested skoraði 7 mörk fyrir HK en Hjalti Pálmason var með 9 mörk fyrir Val.

Íslandsmeistarar Hauka eru komnir með tíu stiga forskot í deildinni eftir sigur á Akureyri í kvöld 29-27. Gísli Jón Þórisson skoraði 7 mörk fyrir Hauka en Jónatan Þór Magnússon 6 fyrir Akureyri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×