Gjaldeyrismál 15 ára – nú á vefnum 4. júní 2008 00:01 Yngvi Harðarson Stofnandi Gjaldeyrismála, fréttarits um gjaldeyrismál. Ritið kemur út vikulega og er skrifað af gjaldeyrissérfræðingum Aska Capital. markaðurinn/VALLI Upphaflega markmiðið með útgáfu Gjaldeyrismála var að bæta upplýsingaflæðið varðandi fjármálamarkaðinn og sérstaklega gjaldeyrismarkaðinn í ljósi þess að miklar breytingar voru að verða á markaðsaðstæðum vegna samningsins um evrópska efnahagssvæðið og aukins frjálsræðis í gjaldeyrismálum. Mér fannst vera þörf fyrir að koma fram með vandað upplýsingaflæði til að markaðsaðilar gætu mótað sína afstöðu með skynsamlegum hætti,“ segir Yngvi Harðarson, stofnandi og fyrsti ritstjóri Gjaldeyrismála. Ákveðin tímamót eru í útgáfu Gjaldeyrismála um þessar mundir. Blaðið sem gefið hefur verið út sleitulaust frá 1993 verður frá og með þriðjudeginum 3. júní aðgengilegt á netinu á vefsíðu Aska Capital, www.askar.is. Gjaldeyrismál kemur nú út vikulega og verður sent út í tölvupósti og aðgengilegt á vefnum en þess má geta að allt þar til á síðasta ári var það gefið út daglega. Öll fyrri rit Gjaldeyrismála verða sett á netið og gerð aðgengileg. Slíkt ætti meðal annars að styðja við rannsóknarvinnu á sviði gjaldeyrismála. Einnig hefur verið ákveðið að breyta útliti blaðsins og verður það nú sent út í HTML-formi í stað Abrocat. Yngvi segir að efnistök blaðsins hafi verið áþekk allt frá upphafi en þó hafi á undanförnum árum verið lögð aukin áhersla á tæknigreiningu á fjármála- og gjaldeyrismörkuðum. „Við höfum stundum verið gagnrýndir fyrir íhaldssemi í framsetningu en við sjáum nú að hún hefur borgað sig.“ Yngvi segir að helsti markhópur blaðsins hafi allt frá upphafi verið fagaðilar á markaði, stofnanafjárfestar, stærri fyrirtæki og aðrir fagfjárfestar. Allt fram á síðasta ár voru Gjaldeyrismál seld í áskrift en er nú dreift sem „fríblaði“ í takt við tíðarandann. Núverandi ritstjóri Gjaldeyrismála er Sigurður Sævar Gunnarsson sem tók við af Yngva Harðarsyni um mitt ár 2007 eftir fjórtán ára setu í ritstjórastóli. Sigurður segir að ritið muni enn um sinn koma út í óbreyttu formi en hugsanlega muni verða lögð aukin áhersla á greiningar þegar fram líða stundir. bjornthor@markadurinn.is Héðan og þaðan Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Upphaflega markmiðið með útgáfu Gjaldeyrismála var að bæta upplýsingaflæðið varðandi fjármálamarkaðinn og sérstaklega gjaldeyrismarkaðinn í ljósi þess að miklar breytingar voru að verða á markaðsaðstæðum vegna samningsins um evrópska efnahagssvæðið og aukins frjálsræðis í gjaldeyrismálum. Mér fannst vera þörf fyrir að koma fram með vandað upplýsingaflæði til að markaðsaðilar gætu mótað sína afstöðu með skynsamlegum hætti,“ segir Yngvi Harðarson, stofnandi og fyrsti ritstjóri Gjaldeyrismála. Ákveðin tímamót eru í útgáfu Gjaldeyrismála um þessar mundir. Blaðið sem gefið hefur verið út sleitulaust frá 1993 verður frá og með þriðjudeginum 3. júní aðgengilegt á netinu á vefsíðu Aska Capital, www.askar.is. Gjaldeyrismál kemur nú út vikulega og verður sent út í tölvupósti og aðgengilegt á vefnum en þess má geta að allt þar til á síðasta ári var það gefið út daglega. Öll fyrri rit Gjaldeyrismála verða sett á netið og gerð aðgengileg. Slíkt ætti meðal annars að styðja við rannsóknarvinnu á sviði gjaldeyrismála. Einnig hefur verið ákveðið að breyta útliti blaðsins og verður það nú sent út í HTML-formi í stað Abrocat. Yngvi segir að efnistök blaðsins hafi verið áþekk allt frá upphafi en þó hafi á undanförnum árum verið lögð aukin áhersla á tæknigreiningu á fjármála- og gjaldeyrismörkuðum. „Við höfum stundum verið gagnrýndir fyrir íhaldssemi í framsetningu en við sjáum nú að hún hefur borgað sig.“ Yngvi segir að helsti markhópur blaðsins hafi allt frá upphafi verið fagaðilar á markaði, stofnanafjárfestar, stærri fyrirtæki og aðrir fagfjárfestar. Allt fram á síðasta ár voru Gjaldeyrismál seld í áskrift en er nú dreift sem „fríblaði“ í takt við tíðarandann. Núverandi ritstjóri Gjaldeyrismála er Sigurður Sævar Gunnarsson sem tók við af Yngva Harðarsyni um mitt ár 2007 eftir fjórtán ára setu í ritstjórastóli. Sigurður segir að ritið muni enn um sinn koma út í óbreyttu formi en hugsanlega muni verða lögð aukin áhersla á greiningar þegar fram líða stundir. bjornthor@markadurinn.is
Héðan og þaðan Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira