Sjö áhorfendur slösuðust á kappakstri 27. apríl 2009 10:12 Carl Edwards kastaðist á varnargirðingu á Talladega brautinni í gær. Mynd: Getty Images Það fór betur en áhorfðist á Nascar kappakstri í Talladega í Bandaríkjunum í gær. Keppnisbíll kastaðist á varnargirðingu fyrir framan áhorfendur, en sjö þeirra slösuðust þegar brot úr bílnum þeyttust í hóp áhorfenda. Nascar er vinsælasta akstursíþróttin vestan hafs og keppt um hverja helgi. Mikill slagur var um fyrsta sætið og reyndi Carl Edwards að verjast sókn Brad Keselowski í síðasta hring mótsins. Þeir skullu saman, Edwards snerist í veg fyrir Ryan Newman sem varð til þess að Edwards tókst á loft og skall á varnargirðingu. Sjö áhorfendur hlutu minniháttar meiðsl, en ein kona var flutt á spítala með þyrlu vegna áverka í andliti. Edwards slapp ómeiddur og Keselowski vann sigur í mótinu. "Það var leiðinlegt að vinna á þennan hátt, en Edwards ók í veg fyrir mig og olli þessu óhappi í síðasta hring. Ég horfði á hann velta í baksýninspeglinum, en hann þekkir reglurnar eins og ég. Hefði átt að vita vetur", sagði Keselowski eftir keppnina. Fyrrum Formúlu 1 ökumaðurinn Juan Pablo Montoya var fremstur á ráslínu en lét ekki að sér kveða um helgina. Staðan í Nascar1. Kurt Busch 1299 2. Jeff Gordon 1294 3. Jimmie Johnson 1235 4. Tony Stewart 1232 5. Denny Hamlin 1190 6. Kyle Busch 1124 7. Carl Edwards 1119 8. Clint Bowyer 1098 Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Það fór betur en áhorfðist á Nascar kappakstri í Talladega í Bandaríkjunum í gær. Keppnisbíll kastaðist á varnargirðingu fyrir framan áhorfendur, en sjö þeirra slösuðust þegar brot úr bílnum þeyttust í hóp áhorfenda. Nascar er vinsælasta akstursíþróttin vestan hafs og keppt um hverja helgi. Mikill slagur var um fyrsta sætið og reyndi Carl Edwards að verjast sókn Brad Keselowski í síðasta hring mótsins. Þeir skullu saman, Edwards snerist í veg fyrir Ryan Newman sem varð til þess að Edwards tókst á loft og skall á varnargirðingu. Sjö áhorfendur hlutu minniháttar meiðsl, en ein kona var flutt á spítala með þyrlu vegna áverka í andliti. Edwards slapp ómeiddur og Keselowski vann sigur í mótinu. "Það var leiðinlegt að vinna á þennan hátt, en Edwards ók í veg fyrir mig og olli þessu óhappi í síðasta hring. Ég horfði á hann velta í baksýninspeglinum, en hann þekkir reglurnar eins og ég. Hefði átt að vita vetur", sagði Keselowski eftir keppnina. Fyrrum Formúlu 1 ökumaðurinn Juan Pablo Montoya var fremstur á ráslínu en lét ekki að sér kveða um helgina. Staðan í Nascar1. Kurt Busch 1299 2. Jeff Gordon 1294 3. Jimmie Johnson 1235 4. Tony Stewart 1232 5. Denny Hamlin 1190 6. Kyle Busch 1124 7. Carl Edwards 1119 8. Clint Bowyer 1098
Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira