Formúla 1

Barrichello stal sigrinum af Hamilton

Rubens Barrichello frá Brasilíu sá við heimsmeistarnum Lewis Hamilton í Valenciu kappakstrinum á Spání dag. Hamilton leiddi mótið frá byrjun, en Barrichello sá við honum með hörkuakstri og ekki hjálpaði klúður á þjónustusvæði Hamiltons í lok mótsins.

Barrichello hefur staðið í skugga Jenson Button á árinu, en vann sjötta sigur Brawn liðsins og náði þar með öðru sæti í stigamóti ökumanna á eftir Button, sem er með 18 stiga forskot þegar sex mót eru eftir.

Þegar Barrichello stóð upp úr bíl sínum í endmarki benti hann á hjálm sinn, en á honum stendur: Komdu fljótt aftur á brautina Massa. Hann tileinkaði honum sigurinn, en Felipe Massa meiddist í síðustu keppni og horfði á keppnina í sjóvnarpinu heima í Brasilíu.

Finninn Kimi Raikkönen á Ferrari varð annar, en staðgengill Massa í mótinu, Luca Badoer var aldrei í baráttunni um stig eða verðlaun, enda leit hann á keppnina sem prufu til að læra á nýjar aðstæður.

Sjá meira um mótið








Fleiri fréttir

Sjá meira


×