Kynferðisofbeldi ekki einkamál þjóða Diljá Ámundadóttir skrifar 24. september 2009 06:00 Nauðganir eiga ekki að vera einkamál þjóða eða samfélaga. Baráttan gegn kynferðisofbeldi er mannréttindabarátta og sem slík er hún óháð landamærum; kynferðisglæpir koma okkur öllum við, hvar á jarðkringlunni sem þeir eru framdir. Í Austur-Kongó hafa konur og stúlkubörn átt sér fáa málsvara. Þar er hins vegar að finna eina skelfilegustu birtingarmynd kynferðisofbeldis. Umfang og grimmd ofbeldisins er slík að varla verður lýst með orðum. Hrottalegar nauðganir eru daglegt brauð og konur og stúlkur eru hvergi óhultar. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hefur áætlað að á undanförnum áratug séu þolendur kynferðisofbeldis í Austur-Kongó mörg hundruð þúsund. Þar af er yfir helmingurinn á barnsaldri. Allt frá upphafi átaka sem brutust út í landinu árið 1998 var kynferðisofbeldi beitt skipulega til að niðurlægja þolendurna og sundra fjölskyldum og samfélögum. Þótt friður hafi formlega komist á í Austur-Kongó árið 2003 geisa enn átök í austurhluta landsins og nauðgunum er miskunnarlaust beitt. Ofbeldið einskorðast þó ekki við átakasvæði heldur viðgengst um allt landið. Eftir sitja konur og stúlkubörn með djúp ör á sál og líkama. Fyrir tveimur árum tóku V-dagssamtökin og UNICEF höndum saman ásamt konum í Austur-Kongó. Markmiðið er að vekja athygli á hinum skelfilegu mannréttindabrotum sem konur og stúlkubörn verða fyrir; þessari hræðilegu martröð sem á sér stað í Austur-Kongó. Á sama tíma hafa samtökin staðið fyrir fjáröflun til styrktar starfi UNICEF í landinu sem miðar að því að uppræta viðhorf sem stuðla að kynferðisofbeldi og ekki síst hjálpa konum og stúlkubörnum að byggja upp líf sitt að nýju í skugga þeirra hörmunga sem þær hafa gengið í gegnum. Um þessar mundir standa samtökin fyrir fjáröflun á Íslandi. Ég vona að almenningur á Íslandi leggi okkur lið og gefi um leið skýr skilaboð um að kynferðisofbeldi verði hvergi liðið. Við getum verið málsvarar kvenna og stúlkna í Austur-Kongó.Höfundur er formaður V-dagsins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Veiðikortasjóður falinn fjársjóður Frá því að fjármálakreppan skall á hefur krafan um gagnsæi, skynsamlega stjórnsýslu og ábyrga fjármálastjórn á opinberu fé verið hávær. Víða er pottur brotinn í þessum efnum hér á landi. Nær daglega flytja fjölmiðlar okkur fréttir um einkennilegar og oft óskiljanlegar geðþóttaákvarðanir stjórnvalda, lýðræðið virðist ekki hafa verið mikils metið í íslenskri stjórnsýslu. 24. september 2009 06:00 Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nauðganir eiga ekki að vera einkamál þjóða eða samfélaga. Baráttan gegn kynferðisofbeldi er mannréttindabarátta og sem slík er hún óháð landamærum; kynferðisglæpir koma okkur öllum við, hvar á jarðkringlunni sem þeir eru framdir. Í Austur-Kongó hafa konur og stúlkubörn átt sér fáa málsvara. Þar er hins vegar að finna eina skelfilegustu birtingarmynd kynferðisofbeldis. Umfang og grimmd ofbeldisins er slík að varla verður lýst með orðum. Hrottalegar nauðganir eru daglegt brauð og konur og stúlkur eru hvergi óhultar. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hefur áætlað að á undanförnum áratug séu þolendur kynferðisofbeldis í Austur-Kongó mörg hundruð þúsund. Þar af er yfir helmingurinn á barnsaldri. Allt frá upphafi átaka sem brutust út í landinu árið 1998 var kynferðisofbeldi beitt skipulega til að niðurlægja þolendurna og sundra fjölskyldum og samfélögum. Þótt friður hafi formlega komist á í Austur-Kongó árið 2003 geisa enn átök í austurhluta landsins og nauðgunum er miskunnarlaust beitt. Ofbeldið einskorðast þó ekki við átakasvæði heldur viðgengst um allt landið. Eftir sitja konur og stúlkubörn með djúp ör á sál og líkama. Fyrir tveimur árum tóku V-dagssamtökin og UNICEF höndum saman ásamt konum í Austur-Kongó. Markmiðið er að vekja athygli á hinum skelfilegu mannréttindabrotum sem konur og stúlkubörn verða fyrir; þessari hræðilegu martröð sem á sér stað í Austur-Kongó. Á sama tíma hafa samtökin staðið fyrir fjáröflun til styrktar starfi UNICEF í landinu sem miðar að því að uppræta viðhorf sem stuðla að kynferðisofbeldi og ekki síst hjálpa konum og stúlkubörnum að byggja upp líf sitt að nýju í skugga þeirra hörmunga sem þær hafa gengið í gegnum. Um þessar mundir standa samtökin fyrir fjáröflun á Íslandi. Ég vona að almenningur á Íslandi leggi okkur lið og gefi um leið skýr skilaboð um að kynferðisofbeldi verði hvergi liðið. Við getum verið málsvarar kvenna og stúlkna í Austur-Kongó.Höfundur er formaður V-dagsins á Íslandi.
Veiðikortasjóður falinn fjársjóður Frá því að fjármálakreppan skall á hefur krafan um gagnsæi, skynsamlega stjórnsýslu og ábyrga fjármálastjórn á opinberu fé verið hávær. Víða er pottur brotinn í þessum efnum hér á landi. Nær daglega flytja fjölmiðlar okkur fréttir um einkennilegar og oft óskiljanlegar geðþóttaákvarðanir stjórnvalda, lýðræðið virðist ekki hafa verið mikils metið í íslenskri stjórnsýslu. 24. september 2009 06:00
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar