Tekjutengjum sjómannaafsláttinn 27. nóvember 2009 06:00 Frá því er greint í fréttum Ríkisútvarpsins 25.11.2009 að dæmi séu um að hásetahlutur á fjölveiðiskipum sem svo eru nefnd geti farið í 30 milljónir króna á ári. Jafnframt er tekið fram að gjarnan séu 2 menn um hvert pláss á slíkum skipum. Árslaun einstakra starfsmanna á fjölveiðiskipi geta þá rokkað á milli 15 og 35-40 milljóna króna eftir því hvort um háseta eða yfirmann er að ræða. Með öðrum orðum: Tekjur þessara aðila sveiflast frá því að vera rífleg forsætisráðherralaun og yfir í það að losa laun forsætisráðherra og 2ja óbreyttra þingmanna að auki! En þar með er ekki allt talið því almenningur leggur sérhverjum einstaklingi í þessum hópi til 100 til 200 þúsund krónur á ári í formi skattafsláttar, sjómannaafsláttarins. Ríkisskattstjóri upplýsir að heildarkostnaður ríkissjóðs vegna sjómannaafsláttarins nemi um 1,1 milljarði króna. Ég benti á það í sjónvarpsviðtali fyrir nokkru að þrátt fyrir umfangsmikinn niðurskurð og umfangsmiklar skattahækkanir virðist svo vera sem sjómenn eigi enn að fá að njóta þeirrar sérstöðu sem í skattafslættinum felst. Viðbrögð við þessum orðum mínum létu ekki á sér standa. Sjómenn töldu sig ekki ofsæla af sínum kjörum. Látum kjurt liggja þó margir sem í landi eru vildu gjarnan hafa vistaskipti við fjölveiðiskipshásetana sem sagt er frá hér að ofan. Fallast má á að afkoman sé ekki jafn glæsileg hjá öllum sjómönnum og hún er hjá þeim fríða flokki sem fyllir skipsrúm fjölveiðiskipanna. En það er leikur einn að gera vel við tekjulága sjómenn annars vegar og leyfa þeim tekjuhærri að greiða skatta eins og fullorðnir menn. Það má gera með því að tekjutengja sjómannaafsláttinn rétt eins og gert er með barnabætur og vaxtabætur. Til dæmis mætti haga málum þannig að sjómaður með fjórðung úr forsætisráðherralaunum á ári eða minna fengi fullan afslátt en að sá sem væri með hálf forsætisráðherralaun á ári eða meira fengi engan og þeir sem væru með laun þar á milli fengju skertan afslátt í hlutfalli við laun umfram fjórðung forsætisráðherralauna. Nota mætti hluta þeirra fjármuna sem þannig spöruðust til að draga úr fyrirhugaðri skerðingu á greiðslum úr fæðingarorlofssjóði. Höfundur er prófessor við hagfræðideild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Frá því er greint í fréttum Ríkisútvarpsins 25.11.2009 að dæmi séu um að hásetahlutur á fjölveiðiskipum sem svo eru nefnd geti farið í 30 milljónir króna á ári. Jafnframt er tekið fram að gjarnan séu 2 menn um hvert pláss á slíkum skipum. Árslaun einstakra starfsmanna á fjölveiðiskipi geta þá rokkað á milli 15 og 35-40 milljóna króna eftir því hvort um háseta eða yfirmann er að ræða. Með öðrum orðum: Tekjur þessara aðila sveiflast frá því að vera rífleg forsætisráðherralaun og yfir í það að losa laun forsætisráðherra og 2ja óbreyttra þingmanna að auki! En þar með er ekki allt talið því almenningur leggur sérhverjum einstaklingi í þessum hópi til 100 til 200 þúsund krónur á ári í formi skattafsláttar, sjómannaafsláttarins. Ríkisskattstjóri upplýsir að heildarkostnaður ríkissjóðs vegna sjómannaafsláttarins nemi um 1,1 milljarði króna. Ég benti á það í sjónvarpsviðtali fyrir nokkru að þrátt fyrir umfangsmikinn niðurskurð og umfangsmiklar skattahækkanir virðist svo vera sem sjómenn eigi enn að fá að njóta þeirrar sérstöðu sem í skattafslættinum felst. Viðbrögð við þessum orðum mínum létu ekki á sér standa. Sjómenn töldu sig ekki ofsæla af sínum kjörum. Látum kjurt liggja þó margir sem í landi eru vildu gjarnan hafa vistaskipti við fjölveiðiskipshásetana sem sagt er frá hér að ofan. Fallast má á að afkoman sé ekki jafn glæsileg hjá öllum sjómönnum og hún er hjá þeim fríða flokki sem fyllir skipsrúm fjölveiðiskipanna. En það er leikur einn að gera vel við tekjulága sjómenn annars vegar og leyfa þeim tekjuhærri að greiða skatta eins og fullorðnir menn. Það má gera með því að tekjutengja sjómannaafsláttinn rétt eins og gert er með barnabætur og vaxtabætur. Til dæmis mætti haga málum þannig að sjómaður með fjórðung úr forsætisráðherralaunum á ári eða minna fengi fullan afslátt en að sá sem væri með hálf forsætisráðherralaun á ári eða meira fengi engan og þeir sem væru með laun þar á milli fengju skertan afslátt í hlutfalli við laun umfram fjórðung forsætisráðherralauna. Nota mætti hluta þeirra fjármuna sem þannig spöruðust til að draga úr fyrirhugaðri skerðingu á greiðslum úr fæðingarorlofssjóði. Höfundur er prófessor við hagfræðideild Háskóla Íslands.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun