Renault rak framkvæmdarstjórann vegna svindlmáls 16. september 2009 16:11 Flavio Briatore og Pat Symonds voru báðir reknir frá Renault í dag. Mynd: Getty Images Flavio Briatore hefur verið rekinn frá Formúlu 1 liði Renault ásamt tæknistjóra liðsins, Pat Symonds. Renault sendi tilkynningu þess efnis í dag, en báðir hafa verið yfirmenn keppnisliðsins í fjölda ára og Briatore er góður vinur Fernando Alonso, sem er aðalökumaður liðsins. Ástæða brottrekstursins er ásökun Nelson Piquet, fyrrum ökumanns liðsins um að ofangreindir yfirmenn hafi beðið hann að keyra á vegg í kappakstrinum í Singapúr í fyrra, sem varð til þess að Fernando Alonso vann keppnina. Hann var á hentugum stað í brautinni þegar öryggisbíllinn kom út, en hefði ræst aftarlega af stað. FIA, alþjóða bílasambambandið hefur kallað forsvarsmenn Renault á sinn fund í næstu viku útaf málinu, eftir að hafa rætt við Piquet, Symonds og skoðað tölvugögn úr bíl Piquet. Miðað við útspil Renault í dag, þá virðast þeir Briatore og Symonds hafa lagt á ráðin um að svindla til að sigra. FIA lítur málið mjög alvarlegum augum. Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Flavio Briatore hefur verið rekinn frá Formúlu 1 liði Renault ásamt tæknistjóra liðsins, Pat Symonds. Renault sendi tilkynningu þess efnis í dag, en báðir hafa verið yfirmenn keppnisliðsins í fjölda ára og Briatore er góður vinur Fernando Alonso, sem er aðalökumaður liðsins. Ástæða brottrekstursins er ásökun Nelson Piquet, fyrrum ökumanns liðsins um að ofangreindir yfirmenn hafi beðið hann að keyra á vegg í kappakstrinum í Singapúr í fyrra, sem varð til þess að Fernando Alonso vann keppnina. Hann var á hentugum stað í brautinni þegar öryggisbíllinn kom út, en hefði ræst aftarlega af stað. FIA, alþjóða bílasambambandið hefur kallað forsvarsmenn Renault á sinn fund í næstu viku útaf málinu, eftir að hafa rætt við Piquet, Symonds og skoðað tölvugögn úr bíl Piquet. Miðað við útspil Renault í dag, þá virðast þeir Briatore og Symonds hafa lagt á ráðin um að svindla til að sigra. FIA lítur málið mjög alvarlegum augum.
Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira