Stöð 2 Sport í hringiðu Formúlu 1 11. mars 2009 06:22 Gunnlaugur Rögnvaldsson er í hringiðu Formúlu 1 í Barcelona á Spáni og fylgist með lpkaæfingum keppnisliða. mynd: Jorge Rosso Vinna við Formúlu 1 útsendingar er í fullum gangi hjá Stöð 2 Sport og er umsjónarmaður útsendinga við störf á Barcelona brautinni á Spáni og fylgist með æfingum keppnisliða í dag. "Ég var satt að segja búinn að gleyma því hvað Formúlu 1 bílar eru mikil skrímsli og það hefur ekkert breyst frá því í fyrra. Þessi liðlega 700 hestafla ökutæki eru ekki nema 600 kg með ökumanni og æða úr kyrrstöðu eins og eldflaugar", sagði Gunnlaugur Rögnvaldsson sem er að kynna sér nýjungar og hvernig nýjar reglur hafa komið út í smíði bílanna. "Það er gott að komast í hringiðu Formúlu 1 í undirbúningi fyrir útsendinganna, snerta dekkin og finn stemmninguna á staðnum. Það er aðdáunarvert hvað Brawn liðinu hefur gengið vel á æfingum. Þeir eru að mæta til leiks eftir mikið brölt síðustu vikurnnar og minnstu munaði að liðið yrði ekki með í móti ársins. Ross Brawn bjargaði fyrrum Honda liðinu frá því að vera lagt niður. Rubens Barrichello var með þriðja besta tíma í gær, en Kimi Raikkönen fyrrum liðsfélagi hans á Ferrari var fljótastur. Þá varð bilun í KERS kerfinu á bíl hans. Það segir dálítið um hið nýja aflkerfi sem liðin munu sum nota. Það þora ekki öll liðin að nota kerfið í fyrstu mótunum." "Bílarnir hafa breyst mikið á milli ára og þeir eru misjafnlega rennilegir. Renault er án vafa með klunnalegasta framendann, en ég hef sagt það að Renault gæti verið ljóti andarunginn sem gæti breyst í svan þegar kappaksturinn hefst fyrir alvöru. Heimamenn hérna kyrja nafn Fernando Alonso í hvert skipti sem hann birtist og þeir sitja um hann." "Lewis Hamilton mætir í dag á svæðið, en McLaren liðinu hefur ekki gengið sérlega vel á æfingum undanfarið, á meðan Ferrari, BMW og Toyota hafa verið með topptíma. Toyota virðist sterkt og þegar ég fylgdist með einni erfiðustu beyjunni í gær, þá báru Toyota og Ferrari af hvað grip varðar gengum þá beygju. Það verður fróðlegt að sjá hvort Toyota á loks sjéns eftir sjö ár í Formúlu 1", sagði Gunnlaugur. Fjöldi útssendinga verður frá Formúlu 1 á Stöð 2 Sport í ár og hefst þætti um frumsýningar keppnisliða miðvikudaginn 18. mars. Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Chelsea | Ögurstund fyrir Amorim? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Í beinni: Vestri - ÍA | Geta sett KR í fallsæti Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Íslenski boltinn Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Vinna við Formúlu 1 útsendingar er í fullum gangi hjá Stöð 2 Sport og er umsjónarmaður útsendinga við störf á Barcelona brautinni á Spáni og fylgist með æfingum keppnisliða í dag. "Ég var satt að segja búinn að gleyma því hvað Formúlu 1 bílar eru mikil skrímsli og það hefur ekkert breyst frá því í fyrra. Þessi liðlega 700 hestafla ökutæki eru ekki nema 600 kg með ökumanni og æða úr kyrrstöðu eins og eldflaugar", sagði Gunnlaugur Rögnvaldsson sem er að kynna sér nýjungar og hvernig nýjar reglur hafa komið út í smíði bílanna. "Það er gott að komast í hringiðu Formúlu 1 í undirbúningi fyrir útsendinganna, snerta dekkin og finn stemmninguna á staðnum. Það er aðdáunarvert hvað Brawn liðinu hefur gengið vel á æfingum. Þeir eru að mæta til leiks eftir mikið brölt síðustu vikurnnar og minnstu munaði að liðið yrði ekki með í móti ársins. Ross Brawn bjargaði fyrrum Honda liðinu frá því að vera lagt niður. Rubens Barrichello var með þriðja besta tíma í gær, en Kimi Raikkönen fyrrum liðsfélagi hans á Ferrari var fljótastur. Þá varð bilun í KERS kerfinu á bíl hans. Það segir dálítið um hið nýja aflkerfi sem liðin munu sum nota. Það þora ekki öll liðin að nota kerfið í fyrstu mótunum." "Bílarnir hafa breyst mikið á milli ára og þeir eru misjafnlega rennilegir. Renault er án vafa með klunnalegasta framendann, en ég hef sagt það að Renault gæti verið ljóti andarunginn sem gæti breyst í svan þegar kappaksturinn hefst fyrir alvöru. Heimamenn hérna kyrja nafn Fernando Alonso í hvert skipti sem hann birtist og þeir sitja um hann." "Lewis Hamilton mætir í dag á svæðið, en McLaren liðinu hefur ekki gengið sérlega vel á æfingum undanfarið, á meðan Ferrari, BMW og Toyota hafa verið með topptíma. Toyota virðist sterkt og þegar ég fylgdist með einni erfiðustu beyjunni í gær, þá báru Toyota og Ferrari af hvað grip varðar gengum þá beygju. Það verður fróðlegt að sjá hvort Toyota á loks sjéns eftir sjö ár í Formúlu 1", sagði Gunnlaugur. Fjöldi útssendinga verður frá Formúlu 1 á Stöð 2 Sport í ár og hefst þætti um frumsýningar keppnisliða miðvikudaginn 18. mars.
Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Chelsea | Ögurstund fyrir Amorim? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Í beinni: Vestri - ÍA | Geta sett KR í fallsæti Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Íslenski boltinn Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn