Hagsmunir starfsfólks teknir fram yfir hagsmuni eigenda 10. júní 2009 00:01 Í meðalári verða til átján til 27 þúsund störf og jafn mörg glatast, segir einn eigenda Kaffitárs og fyrrverandi aðstoðarhagstofustjóri. Hann segir mikilvægt að vernda störf í niðursveiflu. Mynd/Rósa „Það er mikilvægt fyrir okkur að halda fyrirtækjum gangandi ef rekstrargrundvöllur er fyrir hendi," segir Eiríkur Hilmarsson, framkvæmdastjóri Vísindagarða Háskóla Íslands, fyrrverandi aðstoðarhagstofustjóri og einn eigenda Kaffitárs. Eiríkur hélt erindi um uppbyggingu Kaffitárs á málþingi Viðskiptaráðs en það var í fyrsta sinn í nítján ára sögu fyrirtækisins sem hann gerir slíkt. Það kom til af því einu að eiginkona hans Aðalheiður Héðinsdóttir, framkvæmdastjóri Kaffitárs, var á heimleið frá Gvatemala og gat það ekki. Eiríkur skrifaði nýverið grein um mikilvægi þess að halda lífi í fyrirtækjum í þeim tilgangi einum að vernda störf. Í greininni, sem hann skrifaði í félagi við Gylfa Dalmann, segir að þótt stór hluti starfa sé lagður niður á hverju ári komi ný í þeirra stað án inngripa stjórnvalda eða sérstakra aðgerða. Á miklum uppgangstímum og í harkalegri niðursveiflu, líkt og nú, verði óvenjumikil endurnýjun á vinnumarkaði. Hins vegar taki mun lengri tíma að skapa ný störf með stofnun fyrirtækja en að halda fyrirtækjum á lífi og skapa störf innan þeirra. Í mikilli niðursveiflu þegar gjaldþrot fjölda fyrirtækja blasir við skipti máli að halda lífvænlegum fyrirtækjum gangandi til að koma í veg fyrir enn meira atvinnuleysi og enn dýpri niðursveiflu sem getur endað í langvarandi kreppu. Eiríkur segir að ekki megi ruglað saman sérhagsmunum eigenda fyrirtækjanna, sem hafi tapað áhættufénu sem þeir lögðu til rekstursins, og hagsmunum starfsmanna - jafnvel almennings. „Almennt séð í atvinnulífinu er rekstrarreikningur fyrirtækja í góðu lagi. Þótt eigendurnir hafi glatað öllu sínu geta fyrirtækin lifað áfram undir nýjum eigendum. Þannig refsar markaðurinn þeim sem taka of mikla áhættu. Áhættan felst hins vegar í því að búa til ný störf frá grunni," segir hann og bendir á að þeir Gylfi áætli að á bilinu átján til 27 þúsund störf verði til í meðalári. Jafn mörg glatast á sama tíma. Endurnýjunin sé því mikil. Áhættan í slíkri endurnýjun er hins vegar sú að laun í nýjum fyrirtækjum eru iðulega lægri en í fyrirtækjum sem enn eru á lífi og því ekki eins verðmæt. Svo kunni að fara að frumkvöðlar, stofnendur fyrirtækjanna, verði að taka á sig kjaraskerðingu, jafnvel vinna launalaust í einhvern tíma til að koma „barni" sínu yfir erfiðasta hjallann. „Ef maður rekur fyrirtæki þar sem hægt er að einbeita sér að kjarnarekstrinum þá vegnar manni betur en ef maður starfar í þannig umhverfi að stöðugt þarf að glíma við erfiðan ytri ramma, svo sem kvöðina að sýna fram á að stjórn fyrirtækisins er með hreint sakavottorð" segir Eiríkur sem í erindi sínu á föstudag fjallaði um allar þær hindranir og freistingar sem þau Aðalheiður stóðu frammi fyrir á fyrstu árum rekstrarins - og gera enn. Undir smásjánni Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
„Það er mikilvægt fyrir okkur að halda fyrirtækjum gangandi ef rekstrargrundvöllur er fyrir hendi," segir Eiríkur Hilmarsson, framkvæmdastjóri Vísindagarða Háskóla Íslands, fyrrverandi aðstoðarhagstofustjóri og einn eigenda Kaffitárs. Eiríkur hélt erindi um uppbyggingu Kaffitárs á málþingi Viðskiptaráðs en það var í fyrsta sinn í nítján ára sögu fyrirtækisins sem hann gerir slíkt. Það kom til af því einu að eiginkona hans Aðalheiður Héðinsdóttir, framkvæmdastjóri Kaffitárs, var á heimleið frá Gvatemala og gat það ekki. Eiríkur skrifaði nýverið grein um mikilvægi þess að halda lífi í fyrirtækjum í þeim tilgangi einum að vernda störf. Í greininni, sem hann skrifaði í félagi við Gylfa Dalmann, segir að þótt stór hluti starfa sé lagður niður á hverju ári komi ný í þeirra stað án inngripa stjórnvalda eða sérstakra aðgerða. Á miklum uppgangstímum og í harkalegri niðursveiflu, líkt og nú, verði óvenjumikil endurnýjun á vinnumarkaði. Hins vegar taki mun lengri tíma að skapa ný störf með stofnun fyrirtækja en að halda fyrirtækjum á lífi og skapa störf innan þeirra. Í mikilli niðursveiflu þegar gjaldþrot fjölda fyrirtækja blasir við skipti máli að halda lífvænlegum fyrirtækjum gangandi til að koma í veg fyrir enn meira atvinnuleysi og enn dýpri niðursveiflu sem getur endað í langvarandi kreppu. Eiríkur segir að ekki megi ruglað saman sérhagsmunum eigenda fyrirtækjanna, sem hafi tapað áhættufénu sem þeir lögðu til rekstursins, og hagsmunum starfsmanna - jafnvel almennings. „Almennt séð í atvinnulífinu er rekstrarreikningur fyrirtækja í góðu lagi. Þótt eigendurnir hafi glatað öllu sínu geta fyrirtækin lifað áfram undir nýjum eigendum. Þannig refsar markaðurinn þeim sem taka of mikla áhættu. Áhættan felst hins vegar í því að búa til ný störf frá grunni," segir hann og bendir á að þeir Gylfi áætli að á bilinu átján til 27 þúsund störf verði til í meðalári. Jafn mörg glatast á sama tíma. Endurnýjunin sé því mikil. Áhættan í slíkri endurnýjun er hins vegar sú að laun í nýjum fyrirtækjum eru iðulega lægri en í fyrirtækjum sem enn eru á lífi og því ekki eins verðmæt. Svo kunni að fara að frumkvöðlar, stofnendur fyrirtækjanna, verði að taka á sig kjaraskerðingu, jafnvel vinna launalaust í einhvern tíma til að koma „barni" sínu yfir erfiðasta hjallann. „Ef maður rekur fyrirtæki þar sem hægt er að einbeita sér að kjarnarekstrinum þá vegnar manni betur en ef maður starfar í þannig umhverfi að stöðugt þarf að glíma við erfiðan ytri ramma, svo sem kvöðina að sýna fram á að stjórn fyrirtækisins er með hreint sakavottorð" segir Eiríkur sem í erindi sínu á föstudag fjallaði um allar þær hindranir og freistingar sem þau Aðalheiður stóðu frammi fyrir á fyrstu árum rekstrarins - og gera enn.
Undir smásjánni Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira