Umfjöllun: Dramatíkin alls ráðandi í Krikanum í kvöld Ómar Þorgeirsson skrifar 26. nóvember 2009 21:05 Bjarki Sigurðsson tryggði FH ótrúlegan 25-24 sigur gegn Fram í N1-deild karla í kvöld. Mynd/Vilhelm FH-ingar blönduðu sér í toppbaráttu N1-deildar karla af fullum þunga í kvöld eftir dramatískan 25-24 sigur gegn Frömurum í vægast sagt kaflaskiptum leik í Kaplakrika í kvöld en staðan var jöfn 14-14 í hálfleik. Heimamenn í FH byrjuðu leikinn af miklum krafti og útlit var fyrir að þeir myndu hreinlega keyra yfir Fram en staðan var orðin 9-3 eftir rúmar tíu mínútur og gestirnir í tómu tjóni. Þá urðu heimamenn hins vegar heldur til of værukærir bæði sóknarlega og varnarlega og héldu greinilega að þeir þyrftu ekki að hafa neitt fyrir hlutunum og gestirnir í Fram kunnu heldur betur að nýta sér það. Fram fór að spila með meira sjálfstrausti og festu en nokkru sinni til þessa í vetur og svaraði með því að skora níu mörk á móti einu marki hjá FH á rúmlega tíu mínútna leikkafla og breytti stöðunni í 10-12. Til að bæta gráu ofan á svart fyrir FH-inga þá misstu þeir stórskyttuna Ólaf Guðmundsson meiddan að velli og útlitið var því ekki gott. FH náði hins vegar að bíta frá sér á lokamínútum hálfleiksins og staðan var jöfn, 14-14, þegar hálfleiksflautan gall. Sterkur varnarleikur var í fyrirrúmi hjá báðum liðum framan af seinni hálfleiknum og markvarsla öflug en minna fór fyrir sóknartilburðum. Framarar báru sig þó heldur betur að með þá Halldór Jóhann Sigfússon og Magnús Stefánsson í ágætis formi en sóknarleikur FH-inga var hreinlega í molum. Þegar tíu mínútur lifðu leiks var staðan orðin 18-22 Fram í vil og allt útlit fyrir að gestirnir myndu vinna frækinn sigur. En það reyndist heldur betur ekki verða raunin. Á ótrúlegum lokamínútum náði FH að snúa leiknum sér í vil og hirða bæði stigin sem í boði voru. Heimamenn gátu sér í lagi þakkað markverðinum Pálmari Péturssyni, sem varði 25 skot í leiknum, fyrir að stíga upp þegar mest á reyndi en hann varði meðal annars vítakast í stöðunni 23-24 og dauðafæri úr horninu í stöðunni 24-24 á lokamínútunni. Það var við hæfi að gamli refurinn Bjarki Sigurðsson innsiglaði sigurinn fyrir heimamenn úr vítakasti á lokasekúndinni en Bjarki skoraði sex mörk í leiknum og var markahæstur hjá FH ásamt Ólafi Gústafssyni. Sigurinn kom FH upp að hlið Hauka í öðru til þriðja sæti deildarinnar og gefur liðinu sjálfstraust upp á framhaldið að gera enda mikilvægt að hala inn stigin einnig þegar menn er ef til vill ekki að spila sinn besta leik. Hjá Fram var Halldór Jóhann Sigfússon markahæstur með tíu mörk en þrátt fyrir svekkjandi tap var greinilegt batamerki á leik liðsins og leikmenn voru nú að berjast hver fyrir annan. Liðið spilaði ágæta vörn lengst af í leiknum og Magnús Gunnar Erlendsson átti góðan leik í markinu og varði 23 skot.Tölfræðin:FH-Fram 25-24 (14-14) Mörk FH (skot): Bjarki Sigurðsson 6 (7/1), Ólafur Gústafsson 6 (15), Ólafur Guðmundsson 4 (7), Örn Ingi Bjarkason 3 (9), Ari Magnús Þorgeirsson 2 (5), Jón Heiðar Gunnarsson 1 (1), Benedikt Kristinsson 1 (3), Hermann Björnsson 1 (3), Guðmundur Pedersen 1 (3/1), Pálmar Pétursson 0 (1).Varin skot: Pálmar Pétursson 25/3 (24/4, 51%) Hraðaupphlaup: 2 (Örn Ingi, Ólafur Gústafsson)Fiskuð víti: 2 (Örn Ingi, Ólafur Gústafsson)Utan vallar: 8 mínúturMörk Fram (skot): Halldór Jóhann Sigfússon 10/4 (16/6), Magnús Stefánsson 6 (9), Jóhann Karl Reynisson 2 (3), Stefán Baldvin Stefánsson 2 (5), Arnar Birki Hálfdansson 2 (7/1), Andri Berg Haraldsson 2 (12).Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 23/1 (25/1, 48%)Hraðaupphlaup: 4 (Stefán Baldvin 2, Magnús, Arnar Birkir)Fiskuð víti: 7 (Stefán Baldvin 3, Halldór Jóhann 2, Magnús 2)Utan vallar: 18 mínútur Olís-deild karla Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
FH-ingar blönduðu sér í toppbaráttu N1-deildar karla af fullum þunga í kvöld eftir dramatískan 25-24 sigur gegn Frömurum í vægast sagt kaflaskiptum leik í Kaplakrika í kvöld en staðan var jöfn 14-14 í hálfleik. Heimamenn í FH byrjuðu leikinn af miklum krafti og útlit var fyrir að þeir myndu hreinlega keyra yfir Fram en staðan var orðin 9-3 eftir rúmar tíu mínútur og gestirnir í tómu tjóni. Þá urðu heimamenn hins vegar heldur til of værukærir bæði sóknarlega og varnarlega og héldu greinilega að þeir þyrftu ekki að hafa neitt fyrir hlutunum og gestirnir í Fram kunnu heldur betur að nýta sér það. Fram fór að spila með meira sjálfstrausti og festu en nokkru sinni til þessa í vetur og svaraði með því að skora níu mörk á móti einu marki hjá FH á rúmlega tíu mínútna leikkafla og breytti stöðunni í 10-12. Til að bæta gráu ofan á svart fyrir FH-inga þá misstu þeir stórskyttuna Ólaf Guðmundsson meiddan að velli og útlitið var því ekki gott. FH náði hins vegar að bíta frá sér á lokamínútum hálfleiksins og staðan var jöfn, 14-14, þegar hálfleiksflautan gall. Sterkur varnarleikur var í fyrirrúmi hjá báðum liðum framan af seinni hálfleiknum og markvarsla öflug en minna fór fyrir sóknartilburðum. Framarar báru sig þó heldur betur að með þá Halldór Jóhann Sigfússon og Magnús Stefánsson í ágætis formi en sóknarleikur FH-inga var hreinlega í molum. Þegar tíu mínútur lifðu leiks var staðan orðin 18-22 Fram í vil og allt útlit fyrir að gestirnir myndu vinna frækinn sigur. En það reyndist heldur betur ekki verða raunin. Á ótrúlegum lokamínútum náði FH að snúa leiknum sér í vil og hirða bæði stigin sem í boði voru. Heimamenn gátu sér í lagi þakkað markverðinum Pálmari Péturssyni, sem varði 25 skot í leiknum, fyrir að stíga upp þegar mest á reyndi en hann varði meðal annars vítakast í stöðunni 23-24 og dauðafæri úr horninu í stöðunni 24-24 á lokamínútunni. Það var við hæfi að gamli refurinn Bjarki Sigurðsson innsiglaði sigurinn fyrir heimamenn úr vítakasti á lokasekúndinni en Bjarki skoraði sex mörk í leiknum og var markahæstur hjá FH ásamt Ólafi Gústafssyni. Sigurinn kom FH upp að hlið Hauka í öðru til þriðja sæti deildarinnar og gefur liðinu sjálfstraust upp á framhaldið að gera enda mikilvægt að hala inn stigin einnig þegar menn er ef til vill ekki að spila sinn besta leik. Hjá Fram var Halldór Jóhann Sigfússon markahæstur með tíu mörk en þrátt fyrir svekkjandi tap var greinilegt batamerki á leik liðsins og leikmenn voru nú að berjast hver fyrir annan. Liðið spilaði ágæta vörn lengst af í leiknum og Magnús Gunnar Erlendsson átti góðan leik í markinu og varði 23 skot.Tölfræðin:FH-Fram 25-24 (14-14) Mörk FH (skot): Bjarki Sigurðsson 6 (7/1), Ólafur Gústafsson 6 (15), Ólafur Guðmundsson 4 (7), Örn Ingi Bjarkason 3 (9), Ari Magnús Þorgeirsson 2 (5), Jón Heiðar Gunnarsson 1 (1), Benedikt Kristinsson 1 (3), Hermann Björnsson 1 (3), Guðmundur Pedersen 1 (3/1), Pálmar Pétursson 0 (1).Varin skot: Pálmar Pétursson 25/3 (24/4, 51%) Hraðaupphlaup: 2 (Örn Ingi, Ólafur Gústafsson)Fiskuð víti: 2 (Örn Ingi, Ólafur Gústafsson)Utan vallar: 8 mínúturMörk Fram (skot): Halldór Jóhann Sigfússon 10/4 (16/6), Magnús Stefánsson 6 (9), Jóhann Karl Reynisson 2 (3), Stefán Baldvin Stefánsson 2 (5), Arnar Birki Hálfdansson 2 (7/1), Andri Berg Haraldsson 2 (12).Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 23/1 (25/1, 48%)Hraðaupphlaup: 4 (Stefán Baldvin 2, Magnús, Arnar Birkir)Fiskuð víti: 7 (Stefán Baldvin 3, Halldór Jóhann 2, Magnús 2)Utan vallar: 18 mínútur
Olís-deild karla Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira