Laufey Ólafsdóttir mun leika með kvennaliði Vals út þetta tímabil en vefsíðan Fótbolti.net greinir frá þessu. Laufey er í leikmannahópi Valsliðsins sem mætir GRV í Grindavík í kvöld.
Laufey lagði skóna á hilluna árið 2005 en hún var valin besti leikmaður úrvalsdeildar kvenna það tímabil. Hennar síðasti leikur var landsleikur gegn Tékklandi í september 2005 en hún á að baki 23 A-landsleiki.
Freyr Alexandersson, þjálfari Valsliðsins, hafði samband við Laufeyju og bað hana um að taka skóna úr hillunni. Laufey ákvað að kýla á það og samdi við Val út tímabilið.