Webber stoltur af fyrsta sigrinum 13. júlí 2009 10:20 Kampakátur Webber á verðlaunapallinum á Nurburgring. Ástralinn Mark Webber vann sinn fyrsta sigur í Formúlu 1 með Red Bull, sem varð í fyrsta og öðru sæti, en Sebastian Vettel fylgdi í kjölfar Webbers. Webber fótbrotnaði illa og axlarbrotnaði í vetur, en með strangri endurhæfingu gat hann stigið um borð í Formúlu 1 bíl í upphafi tímabilsins. Um tíma var talið að ferli Webbers væri lokið, en hann lenti framan á bíl þegar hann var í reiðhjólakeppni í Tasmaníu við Ástralíu. En með harðfylgi tókst Webber að mæta aftur til leiks og er með fjölda titanium pinna í vinstri fætinum. Þeir verða ekki teknir úr fyrr en í desember. Webber axlarbrotnaði líka og sagði liðinu ekki frá í því fyrstu, svo hann missti ekki sæti sitt hjá liðinu. "Sigurinn er mjög mikilvægur fyrir mig og Ástrali. Ég hefði viljað ná betri árangri á árinu, en fyrsti sigurinn er alltaf sætur. Við Ástralir erum stoltir af þjóðerni okkar og margir ökumenn hafa staðið sig vel, eins og Michael Doohan og Casey Stoner á mótorhjólum. Þetta var góður dagur fyrir Ástralíu og mig persónulega, en strákrnir í liðinu hafa smíðað sérstakan bíl undir handleiðslu Adrian Newey", sagði Webber eftir sigurinn á Nurburgring. Hann fagnaði gífurlega þegar hann kom í endamark, hló og grét, en sjá og heyra má viðbrögð hans hér. Með árangri Red Bull hefur liðið sett mikla pressu á Brawn liðið sem réð lögum og lofum í fyrstu mótum ársins, en Red Bull hefur unnið tvö síðustu mót. Jenson Button er efstur í stigamótinu, en Vettel og Webber hafa færst upp fyrir Rubens Barrichello. Sjá stöðuna í stigamótinu Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fótbolti Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Ástralinn Mark Webber vann sinn fyrsta sigur í Formúlu 1 með Red Bull, sem varð í fyrsta og öðru sæti, en Sebastian Vettel fylgdi í kjölfar Webbers. Webber fótbrotnaði illa og axlarbrotnaði í vetur, en með strangri endurhæfingu gat hann stigið um borð í Formúlu 1 bíl í upphafi tímabilsins. Um tíma var talið að ferli Webbers væri lokið, en hann lenti framan á bíl þegar hann var í reiðhjólakeppni í Tasmaníu við Ástralíu. En með harðfylgi tókst Webber að mæta aftur til leiks og er með fjölda titanium pinna í vinstri fætinum. Þeir verða ekki teknir úr fyrr en í desember. Webber axlarbrotnaði líka og sagði liðinu ekki frá í því fyrstu, svo hann missti ekki sæti sitt hjá liðinu. "Sigurinn er mjög mikilvægur fyrir mig og Ástrali. Ég hefði viljað ná betri árangri á árinu, en fyrsti sigurinn er alltaf sætur. Við Ástralir erum stoltir af þjóðerni okkar og margir ökumenn hafa staðið sig vel, eins og Michael Doohan og Casey Stoner á mótorhjólum. Þetta var góður dagur fyrir Ástralíu og mig persónulega, en strákrnir í liðinu hafa smíðað sérstakan bíl undir handleiðslu Adrian Newey", sagði Webber eftir sigurinn á Nurburgring. Hann fagnaði gífurlega þegar hann kom í endamark, hló og grét, en sjá og heyra má viðbrögð hans hér. Með árangri Red Bull hefur liðið sett mikla pressu á Brawn liðið sem réð lögum og lofum í fyrstu mótum ársins, en Red Bull hefur unnið tvö síðustu mót. Jenson Button er efstur í stigamótinu, en Vettel og Webber hafa færst upp fyrir Rubens Barrichello. Sjá stöðuna í stigamótinu
Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fótbolti Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira