Fótbolti

Hamburg á toppinn í Þýskalandi

Martin Jol hefur náð fínum árangri með Hamburg
Martin Jol hefur náð fínum árangri með Hamburg NordicPhotos/GettyImages

Lærisveinar Martin Jol í Hamburg eru komnir með tveggja stiga forystu á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir 2-1 útisigur á Leverkusen í dag.

Það var varnarmaðurinn Marcell Jansen sem var hetja Hamburg í dag því hann skoraði bæði mörk liðsins. Patrick Helmes skoraði mark Leverkusen, sem var hans 16. í vetur.

Hamburg lauk leik með tíu menn eftir að Jerome Boateng fékk að líta sitt annað gula spjald þegar nokkrar mínútur voru eftir af leiknum.

Hamburg hefur 42 stig á toppnum, tveimur meira en Hoffenhem og Hertha Berlín.

Hoffenheim gerði 3-3 jafntefli við Stuttgart á útivelli í gær en Hertha tapaði fyrir Wolfsburg.

Leverkusen er í fimmta sæti deildarinnar með 36 stig, tveimur stigum meira en meistarar Bayern.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×