Kaupmátturinn og dýrðin Brynhildur Björnsdóttir skrifar 23. október 2009 06:00 Nú líður að jólaverslun með tilheyrandi auglýsingum, útbíuðum í jólatrjám og jólasveinum, löngu áður en það er einu sinni hægt að láta börn undir sex ára telja niður daga sem eru þrisvar sinnum fleiri en tær og fingur. Að vanda munu þrír helstu verslunarkjarnar höfuðborgarsvæðisins keppa um hylli neytenda (hylli neytenda er einn uppáhaldsfrasinn minn) með því að bjóða betri kjör, meiri söng, fleiri piparkökur og mörg tonn af ókeypis skyndijólaskapi sem verður úðað út í mengað stórborgarloftið. Við þessi árlegu tímamót er vert að skoða hvernig kjarnarnir þrír taka á móti viðskiptavinum sínum og kunningjum. Kaupmenn við Laugaveg hafa löngum kvartað yfir því að vera ekki nógu vinsælir hjá Íslendingum á veturna. Þeirri kynslóð sem nú ber uppi efnahag landsins og þar af leiðandi jólaverslunina er sennilega enn í fersku minni að fjúka um Laugaveginn í kafaldsbyl og stinga sér öðru hverju inn í pínulitlar, troðfullar, sjóðheitar búðir þar sem maður var alltaf með rassinn á einhverjum fullorðnum í andlitinu. Rómantík Laugavegarins er samt augljós allan ársins hring, einkum um jólaleytið. Þegar beygt er inn á Laugaveg af Snorrabraut blasir hins vegar við stóreflis ljósaskilti frá innheimtuþjónustunni Intrum sem minnir vegfarendur á að eyða ekki um efni fram, annars verði allur varningurinn endurheimtur. Ekki gera ekki neitt en ekki gera of mikið heldur. Yfir Smáralindinni gnæfir Deloitte-turninn og sést úr öllum áttum. Skilaboð turnsins eru einföld og þarfnast ekki endurskoðunar: hér geturðu fengið allt sem hugurinn girnist, svo kemurðu bara með kvittanirnar til okkar og við sjáum um endurgreiðslu frá skattinum. Þegar að Kringlunni er komið er helsta kennileitið Hús verslunarinnar, myndarleg og rismikil bygging sem sendir mjög ákveðin skilaboð með löngutangarlíki til himins: hér skal verslað, hugsum ekki um óþarfa smámuni eins og hvort við eigum fyrir því. Beint á móti Húsi verslunarinnar er svo tryggingafélag, svona til að hnykkja á því að þetta reddast. Allt saman. Kannski Laugavegurinn verði betur sóttur fyrir þessi jól en undanfarin ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Nú líður að jólaverslun með tilheyrandi auglýsingum, útbíuðum í jólatrjám og jólasveinum, löngu áður en það er einu sinni hægt að láta börn undir sex ára telja niður daga sem eru þrisvar sinnum fleiri en tær og fingur. Að vanda munu þrír helstu verslunarkjarnar höfuðborgarsvæðisins keppa um hylli neytenda (hylli neytenda er einn uppáhaldsfrasinn minn) með því að bjóða betri kjör, meiri söng, fleiri piparkökur og mörg tonn af ókeypis skyndijólaskapi sem verður úðað út í mengað stórborgarloftið. Við þessi árlegu tímamót er vert að skoða hvernig kjarnarnir þrír taka á móti viðskiptavinum sínum og kunningjum. Kaupmenn við Laugaveg hafa löngum kvartað yfir því að vera ekki nógu vinsælir hjá Íslendingum á veturna. Þeirri kynslóð sem nú ber uppi efnahag landsins og þar af leiðandi jólaverslunina er sennilega enn í fersku minni að fjúka um Laugaveginn í kafaldsbyl og stinga sér öðru hverju inn í pínulitlar, troðfullar, sjóðheitar búðir þar sem maður var alltaf með rassinn á einhverjum fullorðnum í andlitinu. Rómantík Laugavegarins er samt augljós allan ársins hring, einkum um jólaleytið. Þegar beygt er inn á Laugaveg af Snorrabraut blasir hins vegar við stóreflis ljósaskilti frá innheimtuþjónustunni Intrum sem minnir vegfarendur á að eyða ekki um efni fram, annars verði allur varningurinn endurheimtur. Ekki gera ekki neitt en ekki gera of mikið heldur. Yfir Smáralindinni gnæfir Deloitte-turninn og sést úr öllum áttum. Skilaboð turnsins eru einföld og þarfnast ekki endurskoðunar: hér geturðu fengið allt sem hugurinn girnist, svo kemurðu bara með kvittanirnar til okkar og við sjáum um endurgreiðslu frá skattinum. Þegar að Kringlunni er komið er helsta kennileitið Hús verslunarinnar, myndarleg og rismikil bygging sem sendir mjög ákveðin skilaboð með löngutangarlíki til himins: hér skal verslað, hugsum ekki um óþarfa smámuni eins og hvort við eigum fyrir því. Beint á móti Húsi verslunarinnar er svo tryggingafélag, svona til að hnykkja á því að þetta reddast. Allt saman. Kannski Laugavegurinn verði betur sóttur fyrir þessi jól en undanfarin ár.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun