Kaka kaup úr takti við raunveruleikann 17. janúar 2009 13:44 Luca Montezemolo telur lunamál Kaka út úr kortinu. Mynd: AFP Luca Montezemolo, forseti Ferrari telur að tilboð í knattspyrnumanninn Kaka sé út úr takti við raunveruleikann. Montezemolo er mikill íþróttaáhugamaður og Kaka spilar í heimalandi hans á Ítalíu. Ferrari er styrkt af konungsfjölskyldunni í Abu Dhabi sem rekur fjárfestingar fyrirtækð Mubadala og Montezemolo þekkir því vel ríkidæmi prinsa þar í landi sem eru nokkrir. "Það er ekki sami prins að vinna með okkur og er að skoða kaup á knattspyrnumanninum Kaka fyrir Manchesater City. Sá virðist ekkert vilja spara peninga, ", sagði Montezemolo í viðtali við Autosport. City hefur boðið hátt í 250 miljónir punda í Kaka sem spilar með AC Milan á Ítalíu. Efnahagskreppan hefur komið við Formúlu 1 geirann og Honda liðið hefur dregið sig út úr íþróttinni. Umræðan um Kaka hefur því fengið hærra flug víða en ella innan íþróttageirans. Hafa margir áhyggjur af því að ef mál Kaka ganga eftir þá verði launaskrið í íþróttaheiminum, aðrir vilji sitja við sama borð og Kaka. "Ég tel að menn verða að skoða hvaða fordæmi er verið að gefa með þessu umstangi um Kaka. Menn verða að bera virðingu fyrir peningum, vægi þeirra, bera virðingu fyrir knattspyrnuliðum og einstaklingum. Líka prinsar þó svo að þeir séu forrríkir", sagði Montezemolo. Ferrari leggur um 400 miljónir evra í rekstur á Formúlu 1 liði Ferrari, en alþjóðabílasambandið FIA vinnur hörðum höndum að því að lækkka kostnað. Talið er að hægt verða að skera niður rekstrarkostnað um meira en 50% á næstu árum, en Ferarri frumsýndi fyrir skömmu glænýtt ökutæki. Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Luca Montezemolo, forseti Ferrari telur að tilboð í knattspyrnumanninn Kaka sé út úr takti við raunveruleikann. Montezemolo er mikill íþróttaáhugamaður og Kaka spilar í heimalandi hans á Ítalíu. Ferrari er styrkt af konungsfjölskyldunni í Abu Dhabi sem rekur fjárfestingar fyrirtækð Mubadala og Montezemolo þekkir því vel ríkidæmi prinsa þar í landi sem eru nokkrir. "Það er ekki sami prins að vinna með okkur og er að skoða kaup á knattspyrnumanninum Kaka fyrir Manchesater City. Sá virðist ekkert vilja spara peninga, ", sagði Montezemolo í viðtali við Autosport. City hefur boðið hátt í 250 miljónir punda í Kaka sem spilar með AC Milan á Ítalíu. Efnahagskreppan hefur komið við Formúlu 1 geirann og Honda liðið hefur dregið sig út úr íþróttinni. Umræðan um Kaka hefur því fengið hærra flug víða en ella innan íþróttageirans. Hafa margir áhyggjur af því að ef mál Kaka ganga eftir þá verði launaskrið í íþróttaheiminum, aðrir vilji sitja við sama borð og Kaka. "Ég tel að menn verða að skoða hvaða fordæmi er verið að gefa með þessu umstangi um Kaka. Menn verða að bera virðingu fyrir peningum, vægi þeirra, bera virðingu fyrir knattspyrnuliðum og einstaklingum. Líka prinsar þó svo að þeir séu forrríkir", sagði Montezemolo. Ferrari leggur um 400 miljónir evra í rekstur á Formúlu 1 liði Ferrari, en alþjóðabílasambandið FIA vinnur hörðum höndum að því að lækkka kostnað. Talið er að hægt verða að skera niður rekstrarkostnað um meira en 50% á næstu árum, en Ferarri frumsýndi fyrir skömmu glænýtt ökutæki.
Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira