Glock keppir ekki vegna meiðsla 3. október 2009 21:04 Timo Glock var fluttur með þyrlu á spítala eftir árekstur við varnarvegg. mynd: Getty Images Þjóðverjinn Timo Glock mun ekki keppa í Suzuka kappakstrinum í nótt, vegna meiðsla sem hann hlaut í tímatökum í dag. FIA hefur bannað þátttöku hans þar sem hann tognaði ´ði baki og þurfti að sauma sár á fæti hans. Þá fær Toyota ekki að nýta krafta varaökumannsins japanska Kobyashi þar sem hann hafði ekki ekið á æfingu í dag, eins og reglur segja til um. Hann fékk ekki undanþágu hjá FIA. Glock fór útaf á mikilli ferð og virtist stýrið ekki virka sem skyldi, en hann skall harkalega á varnarvegg og var fluttur með þyrlu á spítala. Bretinn Jenson Button getur tryggt sér meistaratitilinn með góðum árangri, en hann verður að fá 5 stigum meira en Rubens Barrichello. Þeir ræsa af stað í tíunda og ellefta sæti, en fremstur er Sebastian Vettel sem á möguleika á titlinum líka, en tölfræðilega mun minni nema fyrrnefndu kapparnir gangi illa. Bein útsending er frá japanska kappakstrinum á Stöð 2 Sport kl. 04.30 í nótt á Stöð 2 Sport, en hann er endursýndur á sunnudagsmorgun. Sjá brautarlýsingu og tölfræði Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Þjóðverjinn Timo Glock mun ekki keppa í Suzuka kappakstrinum í nótt, vegna meiðsla sem hann hlaut í tímatökum í dag. FIA hefur bannað þátttöku hans þar sem hann tognaði ´ði baki og þurfti að sauma sár á fæti hans. Þá fær Toyota ekki að nýta krafta varaökumannsins japanska Kobyashi þar sem hann hafði ekki ekið á æfingu í dag, eins og reglur segja til um. Hann fékk ekki undanþágu hjá FIA. Glock fór útaf á mikilli ferð og virtist stýrið ekki virka sem skyldi, en hann skall harkalega á varnarvegg og var fluttur með þyrlu á spítala. Bretinn Jenson Button getur tryggt sér meistaratitilinn með góðum árangri, en hann verður að fá 5 stigum meira en Rubens Barrichello. Þeir ræsa af stað í tíunda og ellefta sæti, en fremstur er Sebastian Vettel sem á möguleika á titlinum líka, en tölfræðilega mun minni nema fyrrnefndu kapparnir gangi illa. Bein útsending er frá japanska kappakstrinum á Stöð 2 Sport kl. 04.30 í nótt á Stöð 2 Sport, en hann er endursýndur á sunnudagsmorgun. Sjá brautarlýsingu og tölfræði
Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira