Formúlu 1 ökumaðurinn Mark Webber slasaðist í reiðhjólaslysi í fyrra, en stefnir á að komast á æfingar með Red Bull liðinu ásamt Sebastian Vettel í febrúar.
Webber má byrja að æfa af kappi þegar fóurinn nær 80% af fyrri styrk í vinstri fót, sem brotnaði þegar bíll ók á hann í þolkeppni í Tasmaníu.
"´Ég er heppinn að ég brotnaði ekki á hægri fæti. Það reynir meira á bensínfótinn en þann vinstri. Ég vil komast í kappakstursbílinn í byrjun febrúar", sagði Webber í stöðu sína í samtali við Auto Motor Sport.
Red Bull frumsýnir 9. febrúar og liðið vill nota tímann umfram önnur lið til að ljúka smíði á nýja bílnum. Ferrari frumsýnir á mánudaginn og önnur lið fylgja fljótt í kjölfarið í sömu viku.
Webber óðum að ná sér

Mest lesið


Fékk dauðan grís í verðlaun
Fótbolti





„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn

„Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“
Íslenski boltinn

