Button: Meiri samkeppni framundan 28. ágúst 2009 08:12 Lewis Hamilton hefur staðið sig betur í síðustu tveimur mótum en Jenson Button, sem hefur forystu í stigamóiti ökumanna. Jenson Button hefur ekki unnið fjögur síðustu Formúlu 1 mót eftir ævintýralega byrjun á árinu og liðsfélagi hans Rubens Barrichello vann síðustu keppni og Button varð sjöundi. Button segir daginn í dag mikilvægan fyrir lið sitt. Formúlu 1 liðin keppa á Spa brautinni um helgina og tvær æfingar verða í dag. Button hefur verið í vandræðum að ná réttu hitastigi í dekkin þegar kalt er í veðri og veður eru válynd á Spa og hann gæti lent í vanda um helgina af þeim sökum. "Ég vona að við höfum leyst vandræðin í kringum dekkjamálin, en dagurinn í dag verður mikilvægur og líka fyrir helstu keppinauta okkar um titilinn hjá Red Bull. Það verður líka mun meiri samkeppni á milli liða þessa mótshelgina og ekki bara tvö lið að berjast", sagði Button. Hann er með 18 stiga forskot á Barrichello í stigamóti ökumanna, en næstur á eftir er Mark Webber, sem er 20 stigum á eftir. Enn eru 60 stig í pottinum. "Ég verð að vera sókndjarfari í þeim mótum sem eftir eru, ég fékk bara 2 stig af 10 mögulegum í síðustu keppni og það gengur ekki upp. Ég lenti líka í því að Vettel keyrði yfir framvænginn hjá mér og gekk illa í tímatökum. Það átti sinn þátt í slappari árangri en ella. Ég þarf að vera áræðinn á Spa, án þess að gera eitthvað heimskulegt", sagði Button. Sýnt verður frá æfingum keppnisliða í samantekt kl. 21:30 á Stöð Sport í kvöld, en hér má sjá brautarlýsingu og tölfræði frá Spa. Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Jenson Button hefur ekki unnið fjögur síðustu Formúlu 1 mót eftir ævintýralega byrjun á árinu og liðsfélagi hans Rubens Barrichello vann síðustu keppni og Button varð sjöundi. Button segir daginn í dag mikilvægan fyrir lið sitt. Formúlu 1 liðin keppa á Spa brautinni um helgina og tvær æfingar verða í dag. Button hefur verið í vandræðum að ná réttu hitastigi í dekkin þegar kalt er í veðri og veður eru válynd á Spa og hann gæti lent í vanda um helgina af þeim sökum. "Ég vona að við höfum leyst vandræðin í kringum dekkjamálin, en dagurinn í dag verður mikilvægur og líka fyrir helstu keppinauta okkar um titilinn hjá Red Bull. Það verður líka mun meiri samkeppni á milli liða þessa mótshelgina og ekki bara tvö lið að berjast", sagði Button. Hann er með 18 stiga forskot á Barrichello í stigamóti ökumanna, en næstur á eftir er Mark Webber, sem er 20 stigum á eftir. Enn eru 60 stig í pottinum. "Ég verð að vera sókndjarfari í þeim mótum sem eftir eru, ég fékk bara 2 stig af 10 mögulegum í síðustu keppni og það gengur ekki upp. Ég lenti líka í því að Vettel keyrði yfir framvænginn hjá mér og gekk illa í tímatökum. Það átti sinn þátt í slappari árangri en ella. Ég þarf að vera áræðinn á Spa, án þess að gera eitthvað heimskulegt", sagði Button. Sýnt verður frá æfingum keppnisliða í samantekt kl. 21:30 á Stöð Sport í kvöld, en hér má sjá brautarlýsingu og tölfræði frá Spa.
Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira