Massa varpaði fjölmiðlasprengju 15. október 2009 08:41 Felipe Massa, Kimi Raikkönen og Fernando Alonso í Brasilíu í fyrra. mynd: Getty Images Brasilíumaðurinn Felipe Massa keppir ekki á þessu ári, en hann skóp moldviðri með ummælum um að Fernando Alonso hafi vitað af svindlinu í Singapúr í fyrra. Massa er á mótsstað í Brasilíu og lét þessi ummæli falla í viðtali við fréttamenn. Massa virðist enn svekktur að hafa tapað meistaratitilinum með eins stigs mun í fyrra, einmitt í Brasilíu. Atvikið í Singapúr varð til þess að hann tapaði að dýrmætum stigum eftir klúður í þjónustuhléi, sem kom upp vegna þess að Nelson Piquet hjá Renault keyrði vísvitandi á varnarvegg. Ferrari mönnum varð um og ó og birtu yfirlýsingu frá Massa til að lægja öldurnar sem sköpuðust. Alonso verður liðsfélagi Massa hjá Ferrari á næsta ári og Ferrari menn vilja því allt slétt og fellt á milli þeirra. Frægt er þegar allt fór í hund og kött millli Alonso og Lewis Hamilton árið 2007, en samskipti þeirra eru þó með ágætum núna. Massa sagði við fréttamenn að hann hefði á tilfinningunni að Alonso hefði vitað um svindlið í Singapúr, þó sökin lægi hjá Renault liðinu og Piquet. Alonso var hreinsaður af öllum ásökunum af sérstakri nefnd hjá FIA. Massa gerði síðan lítið úr ummælunum og sagði að atvikið í Singapúr myndi engin áhrif hafa á samstarf á milli þeirra hjá Ferrari á næsta ári. Sjá brautarlýsingu Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Brasilíumaðurinn Felipe Massa keppir ekki á þessu ári, en hann skóp moldviðri með ummælum um að Fernando Alonso hafi vitað af svindlinu í Singapúr í fyrra. Massa er á mótsstað í Brasilíu og lét þessi ummæli falla í viðtali við fréttamenn. Massa virðist enn svekktur að hafa tapað meistaratitilinum með eins stigs mun í fyrra, einmitt í Brasilíu. Atvikið í Singapúr varð til þess að hann tapaði að dýrmætum stigum eftir klúður í þjónustuhléi, sem kom upp vegna þess að Nelson Piquet hjá Renault keyrði vísvitandi á varnarvegg. Ferrari mönnum varð um og ó og birtu yfirlýsingu frá Massa til að lægja öldurnar sem sköpuðust. Alonso verður liðsfélagi Massa hjá Ferrari á næsta ári og Ferrari menn vilja því allt slétt og fellt á milli þeirra. Frægt er þegar allt fór í hund og kött millli Alonso og Lewis Hamilton árið 2007, en samskipti þeirra eru þó með ágætum núna. Massa sagði við fréttamenn að hann hefði á tilfinningunni að Alonso hefði vitað um svindlið í Singapúr, þó sökin lægi hjá Renault liðinu og Piquet. Alonso var hreinsaður af öllum ásökunum af sérstakri nefnd hjá FIA. Massa gerði síðan lítið úr ummælunum og sagði að atvikið í Singapúr myndi engin áhrif hafa á samstarf á milli þeirra hjá Ferrari á næsta ári. Sjá brautarlýsingu
Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira