Formúla 1

Rosberg réð best við veðurguðina

Nico Rosberg á Williams var fljótastur í rigningunni í Brasilíu í dag.
Nico Rosberg á Williams var fljótastur í rigningunni í Brasilíu í dag. mynd: Getty Images

Þrumur og eldingar og úrhellinsrigning hrellsti Formúlu 1 ökumenn á lokaæfingu keppnisliða fyrir tímatökuna sem verður í dag á Interlagos brautinni í Brasilíu.

Keppendur fengu ekki leyfi til að ræsa af stað fyrr en meira en hálftími var liðinn og óku fáa hringi. Nico Rosberg réð best við aðstæður á Williams og varð 0.6 sekúndum fljótari en Kazuki Nakajima á samskonar bíl.

Jenson Button var fljótastur þeirra sem keppa um titilinn og náði þriðja besta tíma. Á meðan klessukeyrði Romain Groesjean Renault bíl sinn á hressilegan hátt.

Spáð er þrumuveðri í tímatökunni sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 16.45.

Æfingin var ekki ræst af stað þar sem veðrið hefti möguleika sjúkraþyrlunnar til að athafna sig og spurning hvernig framvindan verður í tímatökunni hvað það varðar.

Sjá brautarlýsingu frá Interlagos










Fleiri fréttir

Sjá meira


×