Flokkur á harðahlaupum Árni Páll Árnason skrifar 22. apríl 2009 00:01 Sjálfstæðisflokkurinn tók enn einn snúning á sunnudag og boðaði sjöttu stefnuna í gjaldmiðilsmálum á einu ári. Sú vortíska í Evrópustefnu 2009 sem Sjálfstæðisflokkurinn kynnti á landsfundi var endurunnin aflögð stefna VG frá í fyrra um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu. Sú stefna á augljóslega engan hljómgrunn meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins og flokkurinn þorir ekki með hana, þriggja vikna gamla, í kosningar. Nýja stefnan er byggð á flugufregn úr Financial Times frá 5. apríl þar sem vísað var til þess að ótilgreindir sérfræðingar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) teldu skynsamlegt að rýmka skilyrði fyrir því að ESB-ríki fengju að taka upp evru. Þessi flugufregn varð rökþrota sjálfstæðismönnum slíkur happafengur að þeir byggðu á henni nýja peningamálastefnu, sem er eins og aðrar Evrópustefnur flokksins síðasta árið fullkomlega óskiljanleg. Nú er það stefna flokksins að biðja AGS að tala við ESB fyrir Íslands hönd og biðja ESB um að leyfa Íslandi að taka upp evru. Þrennt virðist a.m.k. hafa farið framhjá peningamálahugsuðum Sjálfstæðisflokksins:1. Ísland er sjálfstætt og fullvalda ríki. Þess vegna á Ísland auðvitað að sækja sín mál sjálft gagnvart ESB. Við þurfum ekkert að hlaupa undir pilsfald AGS í þessu efni.2. ESB hefur þegar hafnað hugmyndum um upptöku evru án aðildar að ESB. Hugmyndin í blaðagreininni byggir á að aðildarríkjum að ESB verði auðvelduð upptakan. Mislásu stefnusmiðirnir blaðagreinina?3. Í nýju stefnunni felst algert vantraust á íslensku krónuna, en án þess að nokkur framtíðarstefna sé boðuð. Hvað á að gera þegar ESB er búið að segja nei við málaleitan AGS? Á þá að halda áfram með íslenska krónu sem sjálfstæðismenn hafa sagst vilja losna við? Það er dapurlegt að sjá þá djúpstæðu vanmetakennd sem einkennir stefnumörkun sjálfstæðismanna í Evrópumálum. Menn treysta ekki eigin getu til samninga. Menn treysta ekki á ráðgjöf þeirra sem gerst til þekkja en hlaupa upp til handa og fóta og skipta um stefnu á grundvelli mislestrar á einni blaðagrein í útlendu blaði. Er þetta flokkur sem atvinnulífið eða kjósendur geta treyst? Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn tók enn einn snúning á sunnudag og boðaði sjöttu stefnuna í gjaldmiðilsmálum á einu ári. Sú vortíska í Evrópustefnu 2009 sem Sjálfstæðisflokkurinn kynnti á landsfundi var endurunnin aflögð stefna VG frá í fyrra um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu. Sú stefna á augljóslega engan hljómgrunn meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins og flokkurinn þorir ekki með hana, þriggja vikna gamla, í kosningar. Nýja stefnan er byggð á flugufregn úr Financial Times frá 5. apríl þar sem vísað var til þess að ótilgreindir sérfræðingar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) teldu skynsamlegt að rýmka skilyrði fyrir því að ESB-ríki fengju að taka upp evru. Þessi flugufregn varð rökþrota sjálfstæðismönnum slíkur happafengur að þeir byggðu á henni nýja peningamálastefnu, sem er eins og aðrar Evrópustefnur flokksins síðasta árið fullkomlega óskiljanleg. Nú er það stefna flokksins að biðja AGS að tala við ESB fyrir Íslands hönd og biðja ESB um að leyfa Íslandi að taka upp evru. Þrennt virðist a.m.k. hafa farið framhjá peningamálahugsuðum Sjálfstæðisflokksins:1. Ísland er sjálfstætt og fullvalda ríki. Þess vegna á Ísland auðvitað að sækja sín mál sjálft gagnvart ESB. Við þurfum ekkert að hlaupa undir pilsfald AGS í þessu efni.2. ESB hefur þegar hafnað hugmyndum um upptöku evru án aðildar að ESB. Hugmyndin í blaðagreininni byggir á að aðildarríkjum að ESB verði auðvelduð upptakan. Mislásu stefnusmiðirnir blaðagreinina?3. Í nýju stefnunni felst algert vantraust á íslensku krónuna, en án þess að nokkur framtíðarstefna sé boðuð. Hvað á að gera þegar ESB er búið að segja nei við málaleitan AGS? Á þá að halda áfram með íslenska krónu sem sjálfstæðismenn hafa sagst vilja losna við? Það er dapurlegt að sjá þá djúpstæðu vanmetakennd sem einkennir stefnumörkun sjálfstæðismanna í Evrópumálum. Menn treysta ekki eigin getu til samninga. Menn treysta ekki á ráðgjöf þeirra sem gerst til þekkja en hlaupa upp til handa og fóta og skipta um stefnu á grundvelli mislestrar á einni blaðagrein í útlendu blaði. Er þetta flokkur sem atvinnulífið eða kjósendur geta treyst? Höfundur er alþingismaður.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun