Allt annað hugarfar í liði Stjörnunnar 15. febrúar 2009 09:00 Justin Shouse, leikmaður Stjörnunnar. "Við erum gríðarlega spenntir og þetta er stórt tækifæri fyrir Stjörnuna til að komast á kortið," sagði leikstjórnandinn Justin Shouse þegar Vísir spurði hann út í bikarúrslitaleikinn við KR. KR og Stjarnan mætast í úrslitaleik Subwaybikarkeppni karla í Laugardalshöllinni klukkan 16.00 í dag. Fyrirfram er KR talið mun sigurstranglegra liðið í úrslitaleiknum og Shouse sér ekkert athugavert við það. Hann vill að Garðbæingar reyni að nýta sér að vera í hlutverki "litla liðsins." "Við sættum okkur alveg við að vera litla liðið í þessari viðureign. Við náðum samt 14 stiga forystu í leik gegn KR á heimavelli í deildinni fyrr í vetur og síðan þá erum við farnir að spila miklu betur. Þetta er sama lið, en andinn er allt annar, sóknarleikurinn er öðruvísi og við erum komnir með nýjan þjálfara og nýtt hugarfar," sagði Shouse og lýsti breytingunum sem orðið hafa í herbúðum Stjörnunnar á síðustu vikum. "Það fyrsta sem breyttist hjá okkur eftir að Bragi (þjálfari) hætti var að Jón Kr (Gíslason) tók við í skamman tíma og svo tók Teitur alveg við liðinu. Þeir gerbreyttu öllu og allt hefur verið upp á við síðan. Það sem mér finnst muna mest um er að við erum farnir að taka miklu harðar á því á æfingum. Menn eru hættir að hlæja og gera grín og farnir að taka aukna ábyrgð," sagði þessi geðþekki leikmaður. Shouse hefur spilað eins og engill með Stjörnunni í vetur og við spurðum Justin hvort hann sjálfur þyrfti ekki að eiga stórleik til að liðið ætti möguleika í KR-ingana. Þessi hógværi leikmaður gerði lítið úr því og vísaði á félaga sína. "Boltinn er auðvitað mikið í höndunum á mér, en það er mitt hlutverk að finna skot fyrir félaga mína í liðinu. Kjartan og Jovan eru mjög góðir skotmenn og þegar þessir menn eru opnir, verð ég að finna þá. Þegar þeir leika vel - láta þeir mig líta vel út. Ég er ekki að leitast við að eiga leik eins og Kobe Bryant og skora mikið. Ég reyni frekar að spila eins og Steve Nash og finna félaga mína," sagði Shouse. Við spurðum Shouse að lokum hvað þyrfti að gera til að stöðva KR. "Við lærðum eitt og annað af leiknum við Grindavík á mánudaginn. Þú verður að halda þeim Jóni Arnóri og Jason Dourisseau frá körfunni og ef við náum að trufla skytturnar þeirra, passa boltann vel, taka góð skot og flýtum okkur til baka í vörnina - eigum við möguleika á að vinna þá." Íslenski körfuboltinn Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Hræddir erum við ekki“ Sport Fleiri fréttir Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Sjá meira
"Við erum gríðarlega spenntir og þetta er stórt tækifæri fyrir Stjörnuna til að komast á kortið," sagði leikstjórnandinn Justin Shouse þegar Vísir spurði hann út í bikarúrslitaleikinn við KR. KR og Stjarnan mætast í úrslitaleik Subwaybikarkeppni karla í Laugardalshöllinni klukkan 16.00 í dag. Fyrirfram er KR talið mun sigurstranglegra liðið í úrslitaleiknum og Shouse sér ekkert athugavert við það. Hann vill að Garðbæingar reyni að nýta sér að vera í hlutverki "litla liðsins." "Við sættum okkur alveg við að vera litla liðið í þessari viðureign. Við náðum samt 14 stiga forystu í leik gegn KR á heimavelli í deildinni fyrr í vetur og síðan þá erum við farnir að spila miklu betur. Þetta er sama lið, en andinn er allt annar, sóknarleikurinn er öðruvísi og við erum komnir með nýjan þjálfara og nýtt hugarfar," sagði Shouse og lýsti breytingunum sem orðið hafa í herbúðum Stjörnunnar á síðustu vikum. "Það fyrsta sem breyttist hjá okkur eftir að Bragi (þjálfari) hætti var að Jón Kr (Gíslason) tók við í skamman tíma og svo tók Teitur alveg við liðinu. Þeir gerbreyttu öllu og allt hefur verið upp á við síðan. Það sem mér finnst muna mest um er að við erum farnir að taka miklu harðar á því á æfingum. Menn eru hættir að hlæja og gera grín og farnir að taka aukna ábyrgð," sagði þessi geðþekki leikmaður. Shouse hefur spilað eins og engill með Stjörnunni í vetur og við spurðum Justin hvort hann sjálfur þyrfti ekki að eiga stórleik til að liðið ætti möguleika í KR-ingana. Þessi hógværi leikmaður gerði lítið úr því og vísaði á félaga sína. "Boltinn er auðvitað mikið í höndunum á mér, en það er mitt hlutverk að finna skot fyrir félaga mína í liðinu. Kjartan og Jovan eru mjög góðir skotmenn og þegar þessir menn eru opnir, verð ég að finna þá. Þegar þeir leika vel - láta þeir mig líta vel út. Ég er ekki að leitast við að eiga leik eins og Kobe Bryant og skora mikið. Ég reyni frekar að spila eins og Steve Nash og finna félaga mína," sagði Shouse. Við spurðum Shouse að lokum hvað þyrfti að gera til að stöðva KR. "Við lærðum eitt og annað af leiknum við Grindavík á mánudaginn. Þú verður að halda þeim Jóni Arnóri og Jason Dourisseau frá körfunni og ef við náum að trufla skytturnar þeirra, passa boltann vel, taka góð skot og flýtum okkur til baka í vörnina - eigum við möguleika á að vinna þá."
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Hræddir erum við ekki“ Sport Fleiri fréttir Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Sjá meira