Fótbolti

Hollendingar vilja tryggja sig á HM strax með sigri á Íslandi

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Holland getur orðið fyrsta landsliðið til að tryggja sér rétt til þátttöku á HM 2ö10 í Suður-Afríku með sigri á Íslandi á morgun. Liðið mætast á Laugardalsvelli klukkan 18.45.

Holland á þrjá leiki eftir og eru nánast með fullskipað lið fyrir leikinn á morgun. Aðeins þeir Wesley Sneijder og Ibrahim Afellay eru fjarverandi vegna meiðsla. Holland hefur unnið alla fimm leiki sína til þessa og eru átta stigum á undan Skotum sem eru í öðru sæti.

„Við viljum tryggja okkur áfram sem fyrst,“ sagði fyrirliði landsliðsins Giovanni van Bronckhorst. „Við höfum aldrei áður verið svona fljótir að tryggja okkur áfram á stórmót,“ sagði hann en Holland vann fyrri leikinn gegn Íslandi 2-0 í Rotterdam.

„Við verðum að nýta tækifærið. Tímabilið hefur verið langt en við viljum allir komast á HM, og því verðum við að vinna Ísland,“ bætti fyrirliðinn við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×