Upphafsár umbreytinga Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 2. desember 2009 06:00 Verkefni stjórnmálaflokka er að hafa heildarsýn á viðfangsefni þjóðmálanna og búa samfélaginu þau ytri skilyrði að gildismat Íslendinga geti notið sín. Þar hafa okkur verið mislagðar hendur og oft ber meira á átökum um leiðir að markmiðum og hagsmunatogstreitu einstakra hópa en umhyggju fyrir heildarhag og hagsmunum þjóðarinnar í heild. Í þeirri glímu sem nú stendur við afleiðingar banka- og gjaldeyrishruns verða átök og fréttafár um einstök mál eins og Icesave þess valdandi að heildarsýnin verður á stundum óljós. Í mínum huga er hún þó afar skýr og ekki verður frá henni hvikað. HeildarsýnÍ fyrsta lagi snýst baráttan um að ná tökum á stjórn efnahags- og ríkisfjármála, og skipuleggja endurreisn atvinnulífsins og heimilanna í landinu eftir hrunið. Uppgjörið við hrunið er ófrávíkjanlegur hluti af þeirri baráttu. Í öðru lagi eru stjórnarflokkarnir að taka ákvarðanir um lagasetningu og breytingu á stofnunum þjóðfélagsins til þess að stemma stigu við því að svipaðir atburðir geti gerst í okkar efnahagskerfi á næstu áratugum. Í þriðja lagi erum við með umbótum í lýðræðismálum, betri og gengsærri stjórnarháttum, endurskipulagi stjórnkerfis og stefnumótun á mörgum sviðum að búa í haginn fyrir sókn til betra samfélags sem m.a. tekur mið af meginhugmyndum norræna velferðarríkisins í bestu merkingu þess orðs. Hver einasta ákvörðun sem tekin er um þessar mundir og á næstu misserum verður að ganga upp í þessari þríliðu. Uppgjör, endurreisn og uppstokkun eru lykilorðin. Rétti tíminn til breytinga núnaÞví viðhorfi er oft hreyft að krepputímar séu ekki rétti tíminn til þess að hefja sókn til betra samfélags. Því mótmæli ég kröftuglega. Botninn er góður til viðspyrnu og nú er hugurinn opinn fyrir því að finna nýjar leiðir út úr vandanum og beita nýjum aðferðum við úrlausn mála. Hin íslensku gildi, eins og þau koma m.a. fram á Þjóðfundinum í Laugardalshöll, eru öll á þann veg að þau beina augum okkar að norrænu velferðarsamfélögunum og því jafnvægi sem þar er leitast við að ná milli markaðsafla og pólitískrar stýringar í þágu jafnréttis, réttlætis og og jöfnuðar. Árið 2009 er því ekki síður tími breytinga en tími kreppu. Nýjar leiðir varðaðarVið erum að varða nýjar leiðir með margvíslegum undirbúningi og ákvörðunum sem lúta að siðbót í opinberri stjórnsýslu, stjórnlagaþingi og þjóðaratkvæðagreiðslum svo fátt eitt sé nefnt. Enda þótt þröngt sé í búi og skera þurfi niður er unnið að því að mennta-, heilbrigðis- og velferðarþjónusta verði sá grunnur sem styrktur verður til frambúðar. Og við teljum að það sé til heilla fyrir almannahag að freista þess að semja við Evrópusambandið um aðildarsamning sem tekur fullt tillit til lífshagsmuna okkar í sjávarútvegi og landbúnaði. Okkar er að semja en þjóðin ræður aðildinni sjálf í kosningum. Það er sú leið sem Alþingi hefur valið. Stefnubreyting og staðfestaVið erum að beita okkur fyrir stefnubreytingu í skattamálum, stefnubreytingu í jafnréttismálum, stefnubreytingu í umhverfismálum, stefnubreytingu í sjávarútvegsmálum, stefnubreytingu í málum stjórnkerfis, réttarkerfis, stjórnsýslu og lýðræðis, stefnubreytingu í skipulagi fjármálastofnana, stefnubreytingu í samstarfi ríkis og sveitarfélaga og stefnubreytingu í Evrópumálum. Það er því afar mikilvægt að núverandi ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, hafi til að bera það úthald, þrautseigju og stefnufestu sem þarf til þess að kom þessum breytingum í örugga höfn. Ég hef fulla trú á því að sú verði reyndin. Ég spái því að þegar tímar líða þá verði ársins 2009 ekki eingöngu minnst sem árs kreppu, hruns og erfiðleika á Íslandi. Ég spái því að 2009 verði sérstaklega minnst sem upphafsárs mikilla umbreytinga. 2009 verði minnst sem ársins þegar Íslendingar tóku ákvarðanir um að breyta stjórnarháttum sínum og lífsgildum. Höfundur er forsætisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Verkefni stjórnmálaflokka er að hafa heildarsýn á viðfangsefni þjóðmálanna og búa samfélaginu þau ytri skilyrði að gildismat Íslendinga geti notið sín. Þar hafa okkur verið mislagðar hendur og oft ber meira á átökum um leiðir að markmiðum og hagsmunatogstreitu einstakra hópa en umhyggju fyrir heildarhag og hagsmunum þjóðarinnar í heild. Í þeirri glímu sem nú stendur við afleiðingar banka- og gjaldeyrishruns verða átök og fréttafár um einstök mál eins og Icesave þess valdandi að heildarsýnin verður á stundum óljós. Í mínum huga er hún þó afar skýr og ekki verður frá henni hvikað. HeildarsýnÍ fyrsta lagi snýst baráttan um að ná tökum á stjórn efnahags- og ríkisfjármála, og skipuleggja endurreisn atvinnulífsins og heimilanna í landinu eftir hrunið. Uppgjörið við hrunið er ófrávíkjanlegur hluti af þeirri baráttu. Í öðru lagi eru stjórnarflokkarnir að taka ákvarðanir um lagasetningu og breytingu á stofnunum þjóðfélagsins til þess að stemma stigu við því að svipaðir atburðir geti gerst í okkar efnahagskerfi á næstu áratugum. Í þriðja lagi erum við með umbótum í lýðræðismálum, betri og gengsærri stjórnarháttum, endurskipulagi stjórnkerfis og stefnumótun á mörgum sviðum að búa í haginn fyrir sókn til betra samfélags sem m.a. tekur mið af meginhugmyndum norræna velferðarríkisins í bestu merkingu þess orðs. Hver einasta ákvörðun sem tekin er um þessar mundir og á næstu misserum verður að ganga upp í þessari þríliðu. Uppgjör, endurreisn og uppstokkun eru lykilorðin. Rétti tíminn til breytinga núnaÞví viðhorfi er oft hreyft að krepputímar séu ekki rétti tíminn til þess að hefja sókn til betra samfélags. Því mótmæli ég kröftuglega. Botninn er góður til viðspyrnu og nú er hugurinn opinn fyrir því að finna nýjar leiðir út úr vandanum og beita nýjum aðferðum við úrlausn mála. Hin íslensku gildi, eins og þau koma m.a. fram á Þjóðfundinum í Laugardalshöll, eru öll á þann veg að þau beina augum okkar að norrænu velferðarsamfélögunum og því jafnvægi sem þar er leitast við að ná milli markaðsafla og pólitískrar stýringar í þágu jafnréttis, réttlætis og og jöfnuðar. Árið 2009 er því ekki síður tími breytinga en tími kreppu. Nýjar leiðir varðaðarVið erum að varða nýjar leiðir með margvíslegum undirbúningi og ákvörðunum sem lúta að siðbót í opinberri stjórnsýslu, stjórnlagaþingi og þjóðaratkvæðagreiðslum svo fátt eitt sé nefnt. Enda þótt þröngt sé í búi og skera þurfi niður er unnið að því að mennta-, heilbrigðis- og velferðarþjónusta verði sá grunnur sem styrktur verður til frambúðar. Og við teljum að það sé til heilla fyrir almannahag að freista þess að semja við Evrópusambandið um aðildarsamning sem tekur fullt tillit til lífshagsmuna okkar í sjávarútvegi og landbúnaði. Okkar er að semja en þjóðin ræður aðildinni sjálf í kosningum. Það er sú leið sem Alþingi hefur valið. Stefnubreyting og staðfestaVið erum að beita okkur fyrir stefnubreytingu í skattamálum, stefnubreytingu í jafnréttismálum, stefnubreytingu í umhverfismálum, stefnubreytingu í sjávarútvegsmálum, stefnubreytingu í málum stjórnkerfis, réttarkerfis, stjórnsýslu og lýðræðis, stefnubreytingu í skipulagi fjármálastofnana, stefnubreytingu í samstarfi ríkis og sveitarfélaga og stefnubreytingu í Evrópumálum. Það er því afar mikilvægt að núverandi ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, hafi til að bera það úthald, þrautseigju og stefnufestu sem þarf til þess að kom þessum breytingum í örugga höfn. Ég hef fulla trú á því að sú verði reyndin. Ég spái því að þegar tímar líða þá verði ársins 2009 ekki eingöngu minnst sem árs kreppu, hruns og erfiðleika á Íslandi. Ég spái því að 2009 verði sérstaklega minnst sem upphafsárs mikilla umbreytinga. 2009 verði minnst sem ársins þegar Íslendingar tóku ákvarðanir um að breyta stjórnarháttum sínum og lífsgildum. Höfundur er forsætisráðherra.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun