Umfjöllun: Stjörnustúlkur léku á alls oddi Ómar Þorgeirsson skrifar 30. júní 2009 22:30 Úr leik Stjörnunnar og Vals síðasta sumar. Stjarnan skaust upp að hlið Vals og Breiðabliks á topp Pepsi-deildar kvenna í kvöld með frábærum 1-4 sigri gegn KR á KR-vellinum. Stjörnustúlkur voru að spila einn sinn besta leik í sumar og sýndu og sönnuðu að þær ætla sér að vera með í spennandi toppbaráttu deildarinnar í sumar. Það tók liðin smá tíma að ná áttum á KR-vellinum í kvöld en mikil barátta og fljúgandi tæklingar voru úti um allan völl frá fyrstu mínútu leiksins. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir fékk fyrsta alvöru færið fyrir gestina á 11. mínútu þegar hún slapp inn fyrir vörn KR en missti boltann of langt frá sér þegar hún reyndi að leika á Írisi Dögg Gunnarsdóttur í marki KR. Gunnhildur Yrsa var hins vegar arkitektinn af næsta færi Stjörnunnar fimm mínútum síðar þegar hún galopnaði vörn KR með frábærri stungusendingu á Björk Gunnarsdóttur sem skoraði fyrir Stjörnuna með hnitmiðuðu skoti í markhornið neðst. KR-stúlkur voru þó ekki lengi að svara fyrir sig og stuttu síðar átti Fjöla Dröfn flotta stungusendingu á Katrínu Ómarsdóttur sem skoraði af miklu öryggi framhjá Söndru Sigurðardóttur í marki Stjörnunnar. Eftir jöfnunarmarkið ógnuðu Stjörnustúlkur meira, sér í lagi úr föstum leikatriðum, en Björk var einnig mjög lífleg í framlínunni og óþreytandi í að bjóða sig í lausu svæðin. KR-stúlkur áttu aftur á móti í erfiðleikum með að finna glufur á þéttum varnarmúr Stjörnustúlkna. Skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks náðu Stjörnustúlkur svo forystu á nýjan leik með marki Guðríðar Hannesdóttur en markið var fremur skondið. Guðríður virtist vera að hreinsa boltann fram völlinn þegar hún var rétt komin yfir miðjulínuna en Íris Dögg í marki KR misreiknaði sig illilega og boltinn skoppaði yfir hana og í markið. Staðan var 1-2 fyrir Stjörnuna í hálfleik og atvikið eflaust til þess að slá KR-stúlkur út af laginu því þær fundu sig illa í seinni hálfleik. Stjarnan hélt þá aftur á móti uppteknum hætti og Björk var nálægt því að bæta við þriðja markinu á 54. mínútu en skot hennar fór í slá. Tveimur mínútum síðar kom þó þriðja markið hjá Stjörnunni. Eyrún Guðmundsdóttir átti aukaspyrnu utan af kanti og boltinn endaði í netinu eftir klafs í teignum og Stjörnustúlkur því í vænlegri stöðu. KR-stúlkur fengu ágætt færi til þess að minnka muninn á 62. mínútu þegar Mist Edvardsdóttir átti fínt skot úr opnu færi en Sandra var vel á verði í markinu. Á 75. mínútu kom fjórða markið hjá Stjörnunni þegar Gunnhildur Yrsa kórónaði góðan leik sinn með marki eftir hornspyrnu og reyndist það síðasta mark leiksins. Valur, Breiðablik og Stjarnan eru efst og jöfn með 23 stig úr tíu leikjum en Íslandsmeistarar Vals eru með lang hagstæðustu markatöluna.Tölfræðin:KR - Stjarnan 1-4 0-1 Björk Gunnarsdóttir (16.) 1-1 Katrín Ómarsdóttir (20.) 1-2 Guðríður Hannesdóttir (42.) 1-3 Eyrún Guðmundsdóttir (56.) 1-4 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (75.) KR-völlur, áhorfendur ???? Skot (á mark): 7-14 (4-10) Varin skot: Íris Dögg 5 - Sandra 3 Horn: 3-7 Aukaspyrnur fengnar: 16-15 Rangstöður: 4-7KR (4-5-1) Íris Dögg Gunnarsdóttir Rebekka Sverrisdóttir Guðný Guðleif Einarsdóttir (65., Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir) Lilja Dögg Valþórsdóttir Ólöf Gerður Jónsdóttir Ísberg Fjöla Dröfn Friðriksdóttir Mist Edvardsdóttir Kristín Sverrisdóttir Katrín Ásbjörnsdóttir (84., Guðrún Ólöf Olsen) Katrín Ómarsdóttir Hrefna Huld JóhannsdóttirStjarnan (4-5-1) Sandra Sigurðardóttir Guðríður Hannesdóttir Eyrún Guðmundsdóttir Anna Björk Kristjánsdóttir Kristrún Kristjánsdóttir Inga Birna Friðjónsdóttir (75., Karen Sturludóttir) Edda María Birgisdóttir (70., Helga Franklínsdóttir) Ásgerður Stefanía Baldursdóttir Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (84., Íris Ósk Valmundsdóttir) Björk GunnarsdóttirÚrslit annarra leikja og markaskorarar (heimild: fótbolti.net) ÍR 0-4 Þór/KA 0-1 Rakel Hönnudóttir 0-2 Vesna Smiljcovic 0-3 Mateja Zver 0-4 Mateja ZverGRV 1-4 Fylkir 0-1 Danka Podovac ('20) 0-2 Anna Sigurðardóttir ('45) 0-3 Anna Sigurðardóttir ('51) 0-4 Anna Sigurðardóttir ('60) 1-4 Linda Ósk Kjartansdóttir ('90) Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Stjarnan skaust upp að hlið Vals og Breiðabliks á topp Pepsi-deildar kvenna í kvöld með frábærum 1-4 sigri gegn KR á KR-vellinum. Stjörnustúlkur voru að spila einn sinn besta leik í sumar og sýndu og sönnuðu að þær ætla sér að vera með í spennandi toppbaráttu deildarinnar í sumar. Það tók liðin smá tíma að ná áttum á KR-vellinum í kvöld en mikil barátta og fljúgandi tæklingar voru úti um allan völl frá fyrstu mínútu leiksins. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir fékk fyrsta alvöru færið fyrir gestina á 11. mínútu þegar hún slapp inn fyrir vörn KR en missti boltann of langt frá sér þegar hún reyndi að leika á Írisi Dögg Gunnarsdóttur í marki KR. Gunnhildur Yrsa var hins vegar arkitektinn af næsta færi Stjörnunnar fimm mínútum síðar þegar hún galopnaði vörn KR með frábærri stungusendingu á Björk Gunnarsdóttur sem skoraði fyrir Stjörnuna með hnitmiðuðu skoti í markhornið neðst. KR-stúlkur voru þó ekki lengi að svara fyrir sig og stuttu síðar átti Fjöla Dröfn flotta stungusendingu á Katrínu Ómarsdóttur sem skoraði af miklu öryggi framhjá Söndru Sigurðardóttur í marki Stjörnunnar. Eftir jöfnunarmarkið ógnuðu Stjörnustúlkur meira, sér í lagi úr föstum leikatriðum, en Björk var einnig mjög lífleg í framlínunni og óþreytandi í að bjóða sig í lausu svæðin. KR-stúlkur áttu aftur á móti í erfiðleikum með að finna glufur á þéttum varnarmúr Stjörnustúlkna. Skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks náðu Stjörnustúlkur svo forystu á nýjan leik með marki Guðríðar Hannesdóttur en markið var fremur skondið. Guðríður virtist vera að hreinsa boltann fram völlinn þegar hún var rétt komin yfir miðjulínuna en Íris Dögg í marki KR misreiknaði sig illilega og boltinn skoppaði yfir hana og í markið. Staðan var 1-2 fyrir Stjörnuna í hálfleik og atvikið eflaust til þess að slá KR-stúlkur út af laginu því þær fundu sig illa í seinni hálfleik. Stjarnan hélt þá aftur á móti uppteknum hætti og Björk var nálægt því að bæta við þriðja markinu á 54. mínútu en skot hennar fór í slá. Tveimur mínútum síðar kom þó þriðja markið hjá Stjörnunni. Eyrún Guðmundsdóttir átti aukaspyrnu utan af kanti og boltinn endaði í netinu eftir klafs í teignum og Stjörnustúlkur því í vænlegri stöðu. KR-stúlkur fengu ágætt færi til þess að minnka muninn á 62. mínútu þegar Mist Edvardsdóttir átti fínt skot úr opnu færi en Sandra var vel á verði í markinu. Á 75. mínútu kom fjórða markið hjá Stjörnunni þegar Gunnhildur Yrsa kórónaði góðan leik sinn með marki eftir hornspyrnu og reyndist það síðasta mark leiksins. Valur, Breiðablik og Stjarnan eru efst og jöfn með 23 stig úr tíu leikjum en Íslandsmeistarar Vals eru með lang hagstæðustu markatöluna.Tölfræðin:KR - Stjarnan 1-4 0-1 Björk Gunnarsdóttir (16.) 1-1 Katrín Ómarsdóttir (20.) 1-2 Guðríður Hannesdóttir (42.) 1-3 Eyrún Guðmundsdóttir (56.) 1-4 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (75.) KR-völlur, áhorfendur ???? Skot (á mark): 7-14 (4-10) Varin skot: Íris Dögg 5 - Sandra 3 Horn: 3-7 Aukaspyrnur fengnar: 16-15 Rangstöður: 4-7KR (4-5-1) Íris Dögg Gunnarsdóttir Rebekka Sverrisdóttir Guðný Guðleif Einarsdóttir (65., Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir) Lilja Dögg Valþórsdóttir Ólöf Gerður Jónsdóttir Ísberg Fjöla Dröfn Friðriksdóttir Mist Edvardsdóttir Kristín Sverrisdóttir Katrín Ásbjörnsdóttir (84., Guðrún Ólöf Olsen) Katrín Ómarsdóttir Hrefna Huld JóhannsdóttirStjarnan (4-5-1) Sandra Sigurðardóttir Guðríður Hannesdóttir Eyrún Guðmundsdóttir Anna Björk Kristjánsdóttir Kristrún Kristjánsdóttir Inga Birna Friðjónsdóttir (75., Karen Sturludóttir) Edda María Birgisdóttir (70., Helga Franklínsdóttir) Ásgerður Stefanía Baldursdóttir Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (84., Íris Ósk Valmundsdóttir) Björk GunnarsdóttirÚrslit annarra leikja og markaskorarar (heimild: fótbolti.net) ÍR 0-4 Þór/KA 0-1 Rakel Hönnudóttir 0-2 Vesna Smiljcovic 0-3 Mateja Zver 0-4 Mateja ZverGRV 1-4 Fylkir 0-1 Danka Podovac ('20) 0-2 Anna Sigurðardóttir ('45) 0-3 Anna Sigurðardóttir ('51) 0-4 Anna Sigurðardóttir ('60) 1-4 Linda Ósk Kjartansdóttir ('90)
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira