Wolfsburg þýskur meistari Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. maí 2009 19:17 Edin Dzeko frá Bosníu og Brasilíumaðurinn Grafite fagna meistaratitli Wolfsburg í dag. Nordic Photos / Bongarts Wolfsburg varð í dag þýskur meistari í knattspyrnu í fyrsta sinn í sögu félagsins. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1970 að nýtt félag bætist í hóp þeirra sem hafa unnið þýska meistaratitilinn. Wolfsburg vann 5-1 sigur á Werder Bremen í dag og tryggði sér þar með titilinn. Bayern München varð í öðru sæti deildarinnar en liðið vann 2-1 sigur á Stuttgart sem um leið féll í þriðja sæti deildarinnar. Hertha Berlin hefði getað komið sér upp í þriðja sæti deildarinnar og þar með öðlast þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð en liðið steinlá fyrir Karlsruhe, 4-0, á útivelli. Stuttgart tekur því þátt í Meistaradeildinni á næstu leiktíð ásamt Wolfsburg og Bayern. Sigur Karlsruhe dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli þar sem að Energie Cottbus vann sinn leik, 3-0 gegn Leverkusen. Cottbus þarf að spila við liðið sem verður í þriðja sæti B-deildarinnar, heima og að heiman, um sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Armenia Bielefeld hefði með sigri getað tryggt sér sæti í umspilinu á kostnað Cottbus en liðið gerði 2-2 jafntefli við Hannover í dag. Liðið varð því í átjánda og neðsta sæti en sigur hefði fleytt því upp í sextánda sætið. Hertha Berlin og Hamburg urðu í 4. og 5. sæti deildarinnar og taka þátt í Evrópudeildinni á næstu leiktíð. Aldrei hefur lið sem hefur verið jafn neðarlega og þegar vetrarhlé er gert á deildinni orðið meistari. Wolfsburg var þá í níunda sæti deildarinnar. Gamla metið áttu Hamburg (1982) og Stuttgart (2007) sem voru í fjórða sæti deildarinnar þegar þau urðu meistari. Sóknarmennirnir Grafite og Edin Dzeko skoruðu þrjú marka Wolfsburg í dag og settu þar með met í deildinni. Saman skoruðu þeir 54 mörk í deildinni en gamla metið áttu þeir Gerd Müller og Uli Höness sem skoruðu samtals 53 mörk fyrir Bayern München fyrst árið 1972 og svo aftur ári síðar. Grafite skoraði 28 mörk á tímabilinu og Dzeko 26. Felix Magath er knattspyrnustjóri Wolfsburg og hann bættist þar með í hóp þeirra fjögurra þjálfara sem hafa unnið þýska meistaratitilinn þrívegis. Magath vann titilinn tvívegis er hann var stjóri hjá Bayern München. Magath mun stýra liði Schalke á næstu leiktíð og ef hann gerir það lið einnig að meisturum verður hann fyrsti maðurinn í sögunni sem nær þeim árangri með þremur mismunandi liðum. Þýski boltinn Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Sjá meira
Wolfsburg varð í dag þýskur meistari í knattspyrnu í fyrsta sinn í sögu félagsins. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1970 að nýtt félag bætist í hóp þeirra sem hafa unnið þýska meistaratitilinn. Wolfsburg vann 5-1 sigur á Werder Bremen í dag og tryggði sér þar með titilinn. Bayern München varð í öðru sæti deildarinnar en liðið vann 2-1 sigur á Stuttgart sem um leið féll í þriðja sæti deildarinnar. Hertha Berlin hefði getað komið sér upp í þriðja sæti deildarinnar og þar með öðlast þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð en liðið steinlá fyrir Karlsruhe, 4-0, á útivelli. Stuttgart tekur því þátt í Meistaradeildinni á næstu leiktíð ásamt Wolfsburg og Bayern. Sigur Karlsruhe dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli þar sem að Energie Cottbus vann sinn leik, 3-0 gegn Leverkusen. Cottbus þarf að spila við liðið sem verður í þriðja sæti B-deildarinnar, heima og að heiman, um sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Armenia Bielefeld hefði með sigri getað tryggt sér sæti í umspilinu á kostnað Cottbus en liðið gerði 2-2 jafntefli við Hannover í dag. Liðið varð því í átjánda og neðsta sæti en sigur hefði fleytt því upp í sextánda sætið. Hertha Berlin og Hamburg urðu í 4. og 5. sæti deildarinnar og taka þátt í Evrópudeildinni á næstu leiktíð. Aldrei hefur lið sem hefur verið jafn neðarlega og þegar vetrarhlé er gert á deildinni orðið meistari. Wolfsburg var þá í níunda sæti deildarinnar. Gamla metið áttu Hamburg (1982) og Stuttgart (2007) sem voru í fjórða sæti deildarinnar þegar þau urðu meistari. Sóknarmennirnir Grafite og Edin Dzeko skoruðu þrjú marka Wolfsburg í dag og settu þar með met í deildinni. Saman skoruðu þeir 54 mörk í deildinni en gamla metið áttu þeir Gerd Müller og Uli Höness sem skoruðu samtals 53 mörk fyrir Bayern München fyrst árið 1972 og svo aftur ári síðar. Grafite skoraði 28 mörk á tímabilinu og Dzeko 26. Felix Magath er knattspyrnustjóri Wolfsburg og hann bættist þar með í hóp þeirra fjögurra þjálfara sem hafa unnið þýska meistaratitilinn þrívegis. Magath vann titilinn tvívegis er hann var stjóri hjá Bayern München. Magath mun stýra liði Schalke á næstu leiktíð og ef hann gerir það lið einnig að meisturum verður hann fyrsti maðurinn í sögunni sem nær þeim árangri með þremur mismunandi liðum.
Þýski boltinn Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Sjá meira