Formúla 1

Barrichello var nærri atvinnulaus fyrir tímabilið

Rubens Barrichello ók vel á Monza brautinn í dag og er í öðru sæti í stigamóti ökumanna.
Rubens Barrichello ók vel á Monza brautinn í dag og er í öðru sæti í stigamóti ökumanna. mynd: kappakstur.is

Sigurvegarinn í Formúlu 1 mótið á Monza um helgina var nærri orðinn atvinnulaus fyrir tímabilið, rétt eins og Jenson Button sem er með forystu í stigamótinu.

Honda dró sig í hlé frá Formúlu 1 og með herkjum tókst að bjarga liðinu frá því að leggjast af, en Ross Brawn keypti liðið og endurskírði það. Mercedes hjálpaði til með vélar fyrir tímabilið. Barrichello vann annan sigurinn um helgina í þremur mótum, en hann vann í Valencia á dögunum.

"Það er ánægjulegt að ná þessum árangri, en ekki eins gott og hjá Jenson Button að vinna sex mót af sjö í upphafi ársins", sagði Barrichello. Hann er nú 14 stigum á eftir Button í stigamóti ökumanna.

"Ég var í vandræðum með bílinn í byrjun tímabils, en breytti bremsukerfinu eftir mótið á Silverstone og þá fór mér að ganga betur. Mér líður því betur í bílnum og það skiptir mestu máli."

"Ég hafði áhyggjur af gírkassanum fyrir keppnina, þar sem það kviknaði í bílnum í lok mótsins á Spa. Við ákváðum að nota hann áfram, því annars hefði ég fengið 5 sæta refsingu á ráslínu. Gírkassinn hélt og ég landaði kærkomnum sigri fyrir framan Ítali", sagði Barriochello sem vann á árum áður með Ferrari og vann sigur á Monza í þá daga.

Allt um ferill Barrichello




Fleiri fréttir

Sjá meira


×