Íslenski boltinn

Hólmfríður valin í bandarísku atvinnumannadeildina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hólmfríður Magnúsdóttir leikmaður Kristianstad í Svíþjþóð og íslenska landsliðsins.
Hólmfríður Magnúsdóttir leikmaður Kristianstad í Svíþjþóð og íslenska landsliðsins. Mynd/Vilhelm

Hólmfríður Magnúsdóttir leikmaður Kristianstad í Svíþjþóð og íslenska landsliðsins var í kvöld valin af Philadelphia Independence í nýliðavali bandarísku atvinnumannadeildarinnar. Þetta kom fyrst fram á fótbolti.net.

Philadelphia Independence er að koma inn sem nýliðar í deildinni og var Hólmfríður þriðja val liðsins sem áður hafði valið sænsku leikmennina Caroline Seger og Charlotte Rohlin. Philadelphia valdi síðan ensku landsliðskonurnar Fara Williams og Lianne Sanderson á eftir Hólmfríði.

Nýliðar Philadelphia Independence og Atalanta Beat, fengu að velja fimm leikmenn hvort félag áður en hin lið deildarinnar fengu að velja sér leikmenn. Atalanta Beat, sem er þjálfað af Íslandsvininum Gareth O'Sullivan, valdi engan íslenskan leikmann.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×