„Ég get eiginlega ekki orðað það öðruvísi en að ég sé rosalega sáttur með stigin þrjú og frammistöðu liðsins í kvöld.
Það var mjög erfitt að fannst mér að koma til baka eftir tapið gegn mjög góðu liði Þórs/KA en viljinn og andinn í liðinu var til fyrirmyndar og mjög gott að fara í fríið með þessi þrjú stig í farteskinu," segir Freyr Alexandersson, þjálfari Vals, í viðtali við Vísi eftir 2-0 sigur liðs síns gegn Fylki.
Valur er nú komið með tveggja stiga forskot á Breiðablik og Stjörnuna sem misstigu sig bæði í kvöld þar sem Blikastúlkur gerðu markalaust jafntefli við KR og Stjarnan sótti stig gegn Þór/KA á Akureyri.
Næstu leikir í Pepsi-deildinni eru eftir tæpan mánuð vegna lokakeppni EM í Finnlandi sem hefst 23. ágúst.
„Þetta er hörkudeild og mjög skemmtileg. Ef ég á að vera hreinskilinn þá átti ég von á því að KR myndi stríða Breiðablik og átti ekki síður von á því að Þór/KA myndi taka stig, eitt eða þrjú, af Stjörnunni.
Þetta er því sem fyrr undir okkur komið og ég er sannfærður um að stelpurnar okkar úr Val sem fara á Em eigi eftir að koma til baka reynslunni ríkari og gefa okkur vítamínsprautu á lokasprettinum í deildinni," segir Freyr.
Úrslit kvöldisins (heimild: Fótbolti.net)
Valur 2-0 Fylkir:
1-0 Rakel Logadóttir ('6)
2-0 Kristín Ýr Bjarnadóttir ('21)
Breiðablik 0-0 KR
GRV 7-0 Keflavík
1-0 Anna Þórunn Guðmundsdóttir ('31)
2-0 Elínborg Ingvarsdóttir ('48)
3-0 Elísabet Sara Emilsdóttir ('52)
4-0 Elísabet Sara Emilsdóttir ('58)
5-0 Alma Rut Garðarsdóttir ('62)
6-0 Elínborg Ingvarsdóttir ('64)
7-0 Elísabet Sara Emilsdóttir ('90, víti)
ÍR 4-3 Afturelding/Fjölnir
0-1 Clare E. Sykes
1-1 Stacey Balaam
2-1 Joana Rita Nunes Paváo
2-2 Sigríður Þóra Birgisdóttir
3-2 Stacey Balaam
3-3 Clare E. Sykes
4-3 Aleksandra Mladenovic
Þór/KA-Stjarnan 1-1
1-0 Rakel Hönnudóttir ('14)
1-1 Inga Birna Friðjónsdóttir ('82)
Rautt spjald: Arna Sif Arngrímsdóttir ('89)