Á leið til Evrópu Árni Páll Árnason skrifar 4. febrúar 2009 00:01 Í nýrri verkefnaskrá ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna eru tekin mikilvæg skref í átt til aðildar að Evrópusambandinu. Breytingar verða gerðar á stjórnarskrá sem gera kleift að breyta stjórnarskránni með sérstakri þjóðaratkvæðagreiðslu. Með því er aflétt þeirri hindrun sem stjórnarskrá setur í veg aðildarferlisins að óbreyttu, þar sem þörf er á samþykki tveggja þinga með kosningum á milli til að stjórnarskrá verði breytt. Þegar þessar breytingar verða gengnar í gegn mun unnt að breyta stjórnarskránni til samræmis við aðild að Evrópusambandinu í sömu þjóðaratkvæðagreiðslu og fara mun fram um aðildarsamninginn sjálfan. Hér er því tryggt að af aðild geti orðið fljótlega á næsta kjörtímabili ef vilji ríkisstjórnar stendur til aðildar. Samfylkingin mun leggja höfuðáherslu á aðild að Evrópusambandinu í kosningabaráttu næstu mánaða, enda þar um að ræða brýnasta hagsmunamál íslensks almennings jafnt í bráð og lengd. Þessi niðurstaða í verkefnaskránni er sérstakt fagnaðarefni, enda leit að óbreyttu út fyrir að þessir vankantar á stjórnarskránni gætu tafið aðildarferlið út næsta kjörtímabil. Það er einnig vert að hafa í huga að VG er samkvæm sjálfum sér, enda hefur af hálfu forystumanna VG verið lögð höfuðáhersla á að þjóðin eigi að hafa lokaorð um það hvort af aðild að Evrópusambandinu verði og að ekki eigi að leggja ómálefnalegar hindranir eða vegartálma í þá leið. Sú málefnalega afstaða er hróss verð. Sjálfstæðisflokkurinn stendur eftir sem nátttröll í Evrópuumræðunni. Flokkurinn er ófær um stefnumörkun og líður fyrir innbyrðis ósætti milli þjóðrembumanna í heimastjórnararminum og hinnar víðsýnni en valdalitlu miðju í flokknum. Samfylkingin hefur reynt að reka þennan marghöfða þurs til verka í Evrópumálum á undanförnum mánuðum, en þar hefur lítið miðað. Íslensk fyrirtæki og heimili búa við óvissu og erfiðleika, sem verða erfiðari því lengur sem aðildarumsókn að Evrópusambandinu tefst. Það er þjóðarnauðsyn að ná víðtækri samstöðu um aðildarumsókn strax að loknum kosningum. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson Skoðun Ísland fyrir Íslendínga! Ólafur Sindri Ólafsson Bakþankar „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Sjá meira
Í nýrri verkefnaskrá ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna eru tekin mikilvæg skref í átt til aðildar að Evrópusambandinu. Breytingar verða gerðar á stjórnarskrá sem gera kleift að breyta stjórnarskránni með sérstakri þjóðaratkvæðagreiðslu. Með því er aflétt þeirri hindrun sem stjórnarskrá setur í veg aðildarferlisins að óbreyttu, þar sem þörf er á samþykki tveggja þinga með kosningum á milli til að stjórnarskrá verði breytt. Þegar þessar breytingar verða gengnar í gegn mun unnt að breyta stjórnarskránni til samræmis við aðild að Evrópusambandinu í sömu þjóðaratkvæðagreiðslu og fara mun fram um aðildarsamninginn sjálfan. Hér er því tryggt að af aðild geti orðið fljótlega á næsta kjörtímabili ef vilji ríkisstjórnar stendur til aðildar. Samfylkingin mun leggja höfuðáherslu á aðild að Evrópusambandinu í kosningabaráttu næstu mánaða, enda þar um að ræða brýnasta hagsmunamál íslensks almennings jafnt í bráð og lengd. Þessi niðurstaða í verkefnaskránni er sérstakt fagnaðarefni, enda leit að óbreyttu út fyrir að þessir vankantar á stjórnarskránni gætu tafið aðildarferlið út næsta kjörtímabil. Það er einnig vert að hafa í huga að VG er samkvæm sjálfum sér, enda hefur af hálfu forystumanna VG verið lögð höfuðáhersla á að þjóðin eigi að hafa lokaorð um það hvort af aðild að Evrópusambandinu verði og að ekki eigi að leggja ómálefnalegar hindranir eða vegartálma í þá leið. Sú málefnalega afstaða er hróss verð. Sjálfstæðisflokkurinn stendur eftir sem nátttröll í Evrópuumræðunni. Flokkurinn er ófær um stefnumörkun og líður fyrir innbyrðis ósætti milli þjóðrembumanna í heimastjórnararminum og hinnar víðsýnni en valdalitlu miðju í flokknum. Samfylkingin hefur reynt að reka þennan marghöfða þurs til verka í Evrópumálum á undanförnum mánuðum, en þar hefur lítið miðað. Íslensk fyrirtæki og heimili búa við óvissu og erfiðleika, sem verða erfiðari því lengur sem aðildarumsókn að Evrópusambandinu tefst. Það er þjóðarnauðsyn að ná víðtækri samstöðu um aðildarumsókn strax að loknum kosningum. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar