Fótbolti

Eto´o hefur forystu í keppninni um gullskóinn

Samuel Eto´o
Samuel Eto´o AFP
Kamerúninn Samuel Etoo hjá Barcelona tók um helgina forystu í keppni um gullskóinn sem á hverju ári er veittur markahæsta leikmanni Evrópu.

Þrátt fyrir að vera efstur á stigum þá er Kamerúninn ekki búinn að skora flest mörk í Evrópu á leiktíðinni.

Austurríkismaðurinn Marc Janko hjá Salzburg er búinn að skora 30 mörk í 20 leikjum í austurrísku deildinni.

Munurinn liggur í því að fyrir hvert mark í spænsku deildinni fær markaskorarinn 2 stig en aðeins 1 ½ í deildarkeppninni í austurríki.

Etoo er því með 46 stig en Marc Janko 45. Samuel Etoo skoraði bæði mörk Barcelona á laugardagskvöld og er búinn að skora 100 mörk fyrir Katalóníuliðið.

Aðeins Cesar Rodriquez með 195 mörk og Ladislao Kubala með 131 hefur skorað oftar fyrir Barcelona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×