Formúla 1

F1: Milljarðamæringurinn ánægður með silfrið

Vijay Mallay er eigandi Force India liðsins og er hér með Giancarlo Fisichella.
Vijay Mallay er eigandi Force India liðsins og er hér með Giancarlo Fisichella. mynd: Getty Images

Vijay Mallay, eigandi Force India liðsins sem náði öðru sæti í belgíska kappakstrinum í dag er hæstánægður með árangur liðsins. Giancarlo Fisichella frá Ítalíu ók bíl liðsins af kappi en varð að lúta í lægra haldi fyrir Kimi Raikkönen frá Ferrari. Fisichella hafði náð besta tíma í tímatökum, en missti Raikkönen framúr sér.

"Það er augljóst að KERS kerfið í bíl Kimi Raikkönen réð úrslitum, en Fisichella var mjög fljótur og elti Raikkönen á röndum frá upphafi til enda og varð sekúndu á eftir í endamark", sagði Vijay Mallay eigandi Force India liðsins.

"Ég er ánægður með árangurinn og vill ekkert vera of gráðugur. Við erum stoltir af árangri Force India í dag. Lánið lék ekki við okkur í dag , en við höfum verið nærri stigasæti í þremur mótum, en ég átti ekki von á svona árangri hjá Fisichella í dag."

Mallay er forríkur Indverji og rekur bæði bruggverksmiðjur sem framleiðir bjór og selur um allan heim og rekur einnig stórt flugfélag. Hvorutveggja nefnist Kingfisher og Mallay er þekktur fyrir að vera forláta gullhringa og keðjur hvert sem hann fer. Þá eru feitir vindlar aldrei langt undan.

Sjá meira um Fisichella og Force Indeia






Fleiri fréttir

Sjá meira


×