Hafið þér ekið yfir Þingvallahraun? 5. september 2009 06:00 Allir gera sér grein fyrir að óbyggðir landsins geyma ýmis verðmæti. Þar eru beitilönd, vatnsföll, jarðefni, fiskur og fuglar. Eitt sinn greru þar víðfeðmir skógar og kjarr. Líka er þar landslag og fjölbreyttar jarðmyndanir, sandar, jöklar og margt fleira. Lengi litu Íslendingar á þessi verðmæti ýmist sem „sjálfvalin til nýtingar“ að eigin vild, þar með taldir jarðeigendur, eða töldu ekki að um verðmæti væri að ræða. Flestir uggðu heldur ekki að sér og skynjuðu ekki að til væri rányrkja eða að óafturkræfar aðgerðir gætu spillt verðmætum umfram nýtingarþol. Þannig varð t.d. til skógareyðing sem flestir nú til dags sjá eftir. Vissulega setur mannvist mörg og mikil merki á land en nú til dags eru hugtök eins og sjálfbærni eða náttúruvernd lykill að breyttri hugmyndafræði og við setjum okkur mörk. Sem betur fer. Sannarlega verðum við um leið að gæta okkar að fara ekki með hugmyndafræðina út í hreinar öfgar, líkt og þegar ekki mátti beina ljóskösturum á veturna að Gullfossi (sem var hægt að kveikja og slökkva á hluta úr dögum og fjarlægja eftir notkun) eða ætla að banna alla tínslu bergmola til eigin nota hvar sem er á landinu. Og umræða um náttúruvernd, allt frá hvalaskoðun eða veiðum til minni notkunar kolefniseldsneytis, litar alla fjölmiðla. Sem betur fer. Í þessu umhverfi er enn einu sinni tekið til við að ræða akstur utan vega. Hvað sem kortum og merkingum inn á þau líður er vandinn stór og hann eykst með hverju ári. Óbyggðir eru trúlega um helmingur lands utan jökla. Nú er verið að koma vegum og slóðum þar inn á einn kortagrunn til að sjá umfangið og geta flokkað leiðirnar í leyfðar aksturleiðir og óleyfðar. Í heild skipta þær vafalítið mörg þúsund kílómetrum og menn geta ímyndað sér þá reitun (uppskiptingu) víðernis sem verður til við slíkt kraðak á svæði sem er rétt um 200 kílómetrar á hvern veg. Líklega fjölgar slóðunum meðan þessi vinna fer fram. Ég fór yfir Hófsvað, horfði á slóða rudda á Arnarvatnsheiði, aðstoðaði bíla fasta upp á miðjar hlíðar í Þjófadölum fyrir löngu síðan; kynntist sem sagt brautryðjendastarfi í bílferðum um hálendi Íslands. Þar sást enginn fyrir og öllu var fagnað. Þrátt fyrir lög og reglur og sjaldgæfan fögnuð nú til dags er enn verið að aka að óþörfu um landið eða búa til ökuleiðir sem geta ekki haft nægan tilgang til að réttlæta raskið. Og því miður hefur líka bæst við í ökutækjaflóruna. Torfæruhjól og fjórhjól eru skemmtileg og oft gagnleg tæki en notkun þeirra fer langt fram úr skynsemi. Mikið álag er á náttúru og gróðurlendi næst þéttbýli í landinu af ökumönnum slíkra tækja. Fjöll og hæðir, melar og hraun, göngustígar, reiðgötur, fjárgötur og grónar grundir milli vega eða stíga; víða sjást vond merki um fullkomlega tillitslausan akstur. Sannarlega er margur jeppamaðurinn eða mótorhjólakappinn saklaus af rangri notkun síns tækis og samtök fólks á þessum nótum gera gagn en því fer þó fjarri að þar með takist að hemja slóðagerðina eða landskemmdir á misjafnlega förnum vegum eða ósnertu víðerni. Svo geta erlendir ökumenn valdið tjóni. Til þess að bæta úr ástandinu þarf margt til. Ég nefni aðeins þrennt: Breytt viðhorf ungra og aldinna til aksturs utan viðurkenndra vega og slóða. Flokkun allra ökuleiða í nothæfa flokka og formlega lokun annarra ökuleiða. Til þessa þarf kortaútgáfu og algjöra lokun sumra svæða. Og loks aukinn skilningur á því að njóta landsins með því að aka minna en fara heldur um með öðrum hætti (ganga, skíði, hestar, kajakar o.s.frv). Því fyrr því betra. Höfundur er jarðvísindamaður og áhugamaður um útivist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Allir gera sér grein fyrir að óbyggðir landsins geyma ýmis verðmæti. Þar eru beitilönd, vatnsföll, jarðefni, fiskur og fuglar. Eitt sinn greru þar víðfeðmir skógar og kjarr. Líka er þar landslag og fjölbreyttar jarðmyndanir, sandar, jöklar og margt fleira. Lengi litu Íslendingar á þessi verðmæti ýmist sem „sjálfvalin til nýtingar“ að eigin vild, þar með taldir jarðeigendur, eða töldu ekki að um verðmæti væri að ræða. Flestir uggðu heldur ekki að sér og skynjuðu ekki að til væri rányrkja eða að óafturkræfar aðgerðir gætu spillt verðmætum umfram nýtingarþol. Þannig varð t.d. til skógareyðing sem flestir nú til dags sjá eftir. Vissulega setur mannvist mörg og mikil merki á land en nú til dags eru hugtök eins og sjálfbærni eða náttúruvernd lykill að breyttri hugmyndafræði og við setjum okkur mörk. Sem betur fer. Sannarlega verðum við um leið að gæta okkar að fara ekki með hugmyndafræðina út í hreinar öfgar, líkt og þegar ekki mátti beina ljóskösturum á veturna að Gullfossi (sem var hægt að kveikja og slökkva á hluta úr dögum og fjarlægja eftir notkun) eða ætla að banna alla tínslu bergmola til eigin nota hvar sem er á landinu. Og umræða um náttúruvernd, allt frá hvalaskoðun eða veiðum til minni notkunar kolefniseldsneytis, litar alla fjölmiðla. Sem betur fer. Í þessu umhverfi er enn einu sinni tekið til við að ræða akstur utan vega. Hvað sem kortum og merkingum inn á þau líður er vandinn stór og hann eykst með hverju ári. Óbyggðir eru trúlega um helmingur lands utan jökla. Nú er verið að koma vegum og slóðum þar inn á einn kortagrunn til að sjá umfangið og geta flokkað leiðirnar í leyfðar aksturleiðir og óleyfðar. Í heild skipta þær vafalítið mörg þúsund kílómetrum og menn geta ímyndað sér þá reitun (uppskiptingu) víðernis sem verður til við slíkt kraðak á svæði sem er rétt um 200 kílómetrar á hvern veg. Líklega fjölgar slóðunum meðan þessi vinna fer fram. Ég fór yfir Hófsvað, horfði á slóða rudda á Arnarvatnsheiði, aðstoðaði bíla fasta upp á miðjar hlíðar í Þjófadölum fyrir löngu síðan; kynntist sem sagt brautryðjendastarfi í bílferðum um hálendi Íslands. Þar sást enginn fyrir og öllu var fagnað. Þrátt fyrir lög og reglur og sjaldgæfan fögnuð nú til dags er enn verið að aka að óþörfu um landið eða búa til ökuleiðir sem geta ekki haft nægan tilgang til að réttlæta raskið. Og því miður hefur líka bæst við í ökutækjaflóruna. Torfæruhjól og fjórhjól eru skemmtileg og oft gagnleg tæki en notkun þeirra fer langt fram úr skynsemi. Mikið álag er á náttúru og gróðurlendi næst þéttbýli í landinu af ökumönnum slíkra tækja. Fjöll og hæðir, melar og hraun, göngustígar, reiðgötur, fjárgötur og grónar grundir milli vega eða stíga; víða sjást vond merki um fullkomlega tillitslausan akstur. Sannarlega er margur jeppamaðurinn eða mótorhjólakappinn saklaus af rangri notkun síns tækis og samtök fólks á þessum nótum gera gagn en því fer þó fjarri að þar með takist að hemja slóðagerðina eða landskemmdir á misjafnlega förnum vegum eða ósnertu víðerni. Svo geta erlendir ökumenn valdið tjóni. Til þess að bæta úr ástandinu þarf margt til. Ég nefni aðeins þrennt: Breytt viðhorf ungra og aldinna til aksturs utan viðurkenndra vega og slóða. Flokkun allra ökuleiða í nothæfa flokka og formlega lokun annarra ökuleiða. Til þessa þarf kortaútgáfu og algjöra lokun sumra svæða. Og loks aukinn skilningur á því að njóta landsins með því að aka minna en fara heldur um með öðrum hætti (ganga, skíði, hestar, kajakar o.s.frv). Því fyrr því betra. Höfundur er jarðvísindamaður og áhugamaður um útivist.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun