Slæm staða Hafnarfjarðar 22. janúar 2009 06:00 Illa hefur verið haldið á fjármálum Hafnarfjarðarbæjar á undanförnum árum. Dapurlegt er að meirihlutinn í bæjarstjórn skyldi ekki haustið 2007 taka tilboði Orkuveitu Reykjavíkur í eignarhlut bæjarins í Hitaveitu Suðurnesja eins og sjálfstæðismenn lögðu til og sveitarfélög á Suðurnesjum höfðu gert. Þannig hefði verið hægt að lækka skuldir bæjarins um 7,5 milljarða króna, en þá voru langtímaskuldir um 10 milljarðar króna. Samfylkingin hikaði og bærinn tapaði. Óljóst er á þessari stundu hvort Orkuveitan geti keypt hlutinn enda virðist hún hvorki vilja það né geta og ekki mega það samkvæmt úrskurði samkeppnisráðs. Tilboð Orkuveitunnar var auðvitað barns síns tíma, sett fram á hápunkti þenslunnar í þjóðfélaginu. Synd að Samfylkingin skyldi ekki hafa borið gæfu til að samþykkja það strax. Í stað þess að Hafnarfjörður hefði grætt 7,5 milljarða króna á sölunni sem hægt hefði verið að nýta í niðurgreiðslu erlendra lána á meðan krónan var enn sterk, þá var tekið 3 milljarða erlent lán. Margir muna þegar bæjarstjórinn hreykti sér af því í fjölmiðlum hve hagstætt lánið hefði verið. Þetta lán stendur nú í 6 milljörðum. Í stað þess að vera með hóflega skuldsettan bæjarsjóð nema heildarskuldir Hafnarfjarðar nú um 34 milljörðum króna. Í stað þess að vera í hvað sterkastri stöðu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu á bæjarsjóður í vandræðum með að greiða reikninga. Mikil er fjármálasnilld meirihluta Samfylkingarinnar sem stærði sig af því að árið 2008 hafi verið mesta framkvæmdaár í sögu Hafnarfjarðarbæjar. Við sjálfstæðismenn vöruðum við þessari framkvæmdagleði á þenslutímum og nú er því miður lítið svigrúm til að fara í framkvæmdir. Bæjarstjórinn segir í sjónvarpsfréttum að allar framkvæmdir ársins 2008 hafi verið fjármagnaðar af eigin fé. Reikningar bæjarins sýna annað. Fyrsta verk meirihluta Samfylkingarinnar nú á nýju ári var að taka nýtt 400 milljóna króna lán. Það lán fæst hjá Nýja Kaupþingi og er verðtryggt með 9,8% vöxtum! Athyglisvert er að til þess að fá lánið þurfti Hafnarfjarðarbær að veðsetja tvær af fasteignum sínum. Þessi lántaka og lánakjör segja meira en mörg orð um stöðu bæjarsjóðs Hafnarfjarðar í dag. Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rósa Guðbjartsdóttir Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Sjá meira
Illa hefur verið haldið á fjármálum Hafnarfjarðarbæjar á undanförnum árum. Dapurlegt er að meirihlutinn í bæjarstjórn skyldi ekki haustið 2007 taka tilboði Orkuveitu Reykjavíkur í eignarhlut bæjarins í Hitaveitu Suðurnesja eins og sjálfstæðismenn lögðu til og sveitarfélög á Suðurnesjum höfðu gert. Þannig hefði verið hægt að lækka skuldir bæjarins um 7,5 milljarða króna, en þá voru langtímaskuldir um 10 milljarðar króna. Samfylkingin hikaði og bærinn tapaði. Óljóst er á þessari stundu hvort Orkuveitan geti keypt hlutinn enda virðist hún hvorki vilja það né geta og ekki mega það samkvæmt úrskurði samkeppnisráðs. Tilboð Orkuveitunnar var auðvitað barns síns tíma, sett fram á hápunkti þenslunnar í þjóðfélaginu. Synd að Samfylkingin skyldi ekki hafa borið gæfu til að samþykkja það strax. Í stað þess að Hafnarfjörður hefði grætt 7,5 milljarða króna á sölunni sem hægt hefði verið að nýta í niðurgreiðslu erlendra lána á meðan krónan var enn sterk, þá var tekið 3 milljarða erlent lán. Margir muna þegar bæjarstjórinn hreykti sér af því í fjölmiðlum hve hagstætt lánið hefði verið. Þetta lán stendur nú í 6 milljörðum. Í stað þess að vera með hóflega skuldsettan bæjarsjóð nema heildarskuldir Hafnarfjarðar nú um 34 milljörðum króna. Í stað þess að vera í hvað sterkastri stöðu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu á bæjarsjóður í vandræðum með að greiða reikninga. Mikil er fjármálasnilld meirihluta Samfylkingarinnar sem stærði sig af því að árið 2008 hafi verið mesta framkvæmdaár í sögu Hafnarfjarðarbæjar. Við sjálfstæðismenn vöruðum við þessari framkvæmdagleði á þenslutímum og nú er því miður lítið svigrúm til að fara í framkvæmdir. Bæjarstjórinn segir í sjónvarpsfréttum að allar framkvæmdir ársins 2008 hafi verið fjármagnaðar af eigin fé. Reikningar bæjarins sýna annað. Fyrsta verk meirihluta Samfylkingarinnar nú á nýju ári var að taka nýtt 400 milljóna króna lán. Það lán fæst hjá Nýja Kaupþingi og er verðtryggt með 9,8% vöxtum! Athyglisvert er að til þess að fá lánið þurfti Hafnarfjarðarbær að veðsetja tvær af fasteignum sínum. Þessi lántaka og lánakjör segja meira en mörg orð um stöðu bæjarsjóðs Hafnarfjarðar í dag. Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun