Raunir ráðherrans – munaður þingmannsins Vigdís Hauksdóttir skrifar 17. júní 2009 06:00 Sinnaskipti formanns Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs eru afar umfangsmikil. Samfylkingin hefur sett stefnuna á Brussel, hvar Steingrímur Jóhann Sigfússon stendur í brúnni glaður og reifur, og að því virðist áttavilltur - þvert á það sem hann ræddi um fyrir kosningar. Nú hefur hann tekið kollsteypu í samningaviðræðunum við Breta og Hollendinga í Icesave-deilunni. Hann er aumkunarverður, formaðurinn og fjármálaráðherrann sem nú þarf að éta ofan í sig allt sem formaðurinn og þingmaðurinn sagði fyrir nokkrum mánuðum. Lítum á nokkur dæmi: Um miðjan nóvember segir þingmaðurinn í ræðusal Alþingis: „Ég er með álit og greinargerðir a.m.k. fjögurra eða fimm lögfræðinga í höndunum sem draga mjög í efa að ábyrgðir okkar séu umfram þau lög og þann innlánstryggingasjóð sem við höfum stofnað á grundvelli tilskipana frá Evrópusambandinu." Um þetta er það að segja, að ráðherrann Steingrímur J. kannast nú ekki við að lagagrundvöllur hafi verið fyrir því að láta reyna á lögmæti krafna Breta og Hollendinga. Samt hafði hann í höndunum álit og greinargerðir allt að fimm lögfræðinga. Hentir þú þessum gögnum, Steingrímur? Og hvaða nafni á að kalla samninga sem Steingrímur Jóhann hefur nú undirritað? Réttast að hann svari því sjálfur - þetta sagði hann á Alþingi þann 5. desember: „Það eru nauðungargerningar. Það eru væntanlega riftanlegir, ógildanlegir nauðungargerningar sem gerðir eru við aðstæður af þessu tagi og er þekkt fyrirbæri, bæði í landsrétti og þjóðarétti, að samningar sem gerðir eru þar sem annar aðilinn er settur í slíkar aðstæður halda ekki eða þurfa ekki að standa vegna þess að það er ekki þannig sem siðað fólk semur, að annar aðilinn sé með byssu í hnakkanum eða eitthvað viðlíka í formi hótana um efnahagsþvinganir o.s.frv." Manni verður á að hugsa - hvers hnakki var það að lokum - sem hlaupið beindist að, ef ekki hnakki fjármálaráðherrans? Þá lyppaðist hann niður eins og norðlenskur smalahundur, barinn fyrir að hlaupa geltandi í féð. Það er huggun harmi gegn, að svona samningar, sem ráðherrann Steingrímur J. undirritaði, hafa víst enga lagastoð, að mati þingmannsins, Steingríms. Þegar óskað var eftir stuðningi við samning um ábyrgð ríkissjóðs vegna innstæðna í útibúum íslenskra viðskiptabanka á EES-svæðinu, á Alþingi 5. desember, sagði þingmaðurinn títtnefndi að það væri verið að „…óska eftir pólitískum stuðningi við ömurlega uppgjöf í þessu illvíga máli". Hann vildi þá fyrir „…hönd okkar þingmanna Vinstri grænna lýsa því yfir að við lítum á þetta sem riftanlegan eða ógildanlegan nauðungarsamning og áskiljum okkur allan rétt í framhaldinu hvað það varðar". Nú getur fjármálaráðherra áskilið sér allan þann rétt sem hann kærir sig um þar sem hann er loks í stöðu til þess að standa við stóru orðin. Ekki trúi ég því að hann veðsetji íslensku þjóðina fyrir tæplega 700 milljarða, auk vaxta, á 65 ára sjálfstæðisafmæli lýðveldisins þann 17. júní næstkomandi, til erlendra auðlindasækinna kúgara? Talandi um að einhverjir kollsteypi sér í gröfinni! Verður það ráðherra Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs sem ríður á vaðið og heggur fyrsta skarðið í fullveldi þjóðarinnar með þessum gjörningi - hverjum gat dottið það í hug fyrir kosningar? Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vigdís Hauksdóttir Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Sinnaskipti formanns Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs eru afar umfangsmikil. Samfylkingin hefur sett stefnuna á Brussel, hvar Steingrímur Jóhann Sigfússon stendur í brúnni glaður og reifur, og að því virðist áttavilltur - þvert á það sem hann ræddi um fyrir kosningar. Nú hefur hann tekið kollsteypu í samningaviðræðunum við Breta og Hollendinga í Icesave-deilunni. Hann er aumkunarverður, formaðurinn og fjármálaráðherrann sem nú þarf að éta ofan í sig allt sem formaðurinn og þingmaðurinn sagði fyrir nokkrum mánuðum. Lítum á nokkur dæmi: Um miðjan nóvember segir þingmaðurinn í ræðusal Alþingis: „Ég er með álit og greinargerðir a.m.k. fjögurra eða fimm lögfræðinga í höndunum sem draga mjög í efa að ábyrgðir okkar séu umfram þau lög og þann innlánstryggingasjóð sem við höfum stofnað á grundvelli tilskipana frá Evrópusambandinu." Um þetta er það að segja, að ráðherrann Steingrímur J. kannast nú ekki við að lagagrundvöllur hafi verið fyrir því að láta reyna á lögmæti krafna Breta og Hollendinga. Samt hafði hann í höndunum álit og greinargerðir allt að fimm lögfræðinga. Hentir þú þessum gögnum, Steingrímur? Og hvaða nafni á að kalla samninga sem Steingrímur Jóhann hefur nú undirritað? Réttast að hann svari því sjálfur - þetta sagði hann á Alþingi þann 5. desember: „Það eru nauðungargerningar. Það eru væntanlega riftanlegir, ógildanlegir nauðungargerningar sem gerðir eru við aðstæður af þessu tagi og er þekkt fyrirbæri, bæði í landsrétti og þjóðarétti, að samningar sem gerðir eru þar sem annar aðilinn er settur í slíkar aðstæður halda ekki eða þurfa ekki að standa vegna þess að það er ekki þannig sem siðað fólk semur, að annar aðilinn sé með byssu í hnakkanum eða eitthvað viðlíka í formi hótana um efnahagsþvinganir o.s.frv." Manni verður á að hugsa - hvers hnakki var það að lokum - sem hlaupið beindist að, ef ekki hnakki fjármálaráðherrans? Þá lyppaðist hann niður eins og norðlenskur smalahundur, barinn fyrir að hlaupa geltandi í féð. Það er huggun harmi gegn, að svona samningar, sem ráðherrann Steingrímur J. undirritaði, hafa víst enga lagastoð, að mati þingmannsins, Steingríms. Þegar óskað var eftir stuðningi við samning um ábyrgð ríkissjóðs vegna innstæðna í útibúum íslenskra viðskiptabanka á EES-svæðinu, á Alþingi 5. desember, sagði þingmaðurinn títtnefndi að það væri verið að „…óska eftir pólitískum stuðningi við ömurlega uppgjöf í þessu illvíga máli". Hann vildi þá fyrir „…hönd okkar þingmanna Vinstri grænna lýsa því yfir að við lítum á þetta sem riftanlegan eða ógildanlegan nauðungarsamning og áskiljum okkur allan rétt í framhaldinu hvað það varðar". Nú getur fjármálaráðherra áskilið sér allan þann rétt sem hann kærir sig um þar sem hann er loks í stöðu til þess að standa við stóru orðin. Ekki trúi ég því að hann veðsetji íslensku þjóðina fyrir tæplega 700 milljarða, auk vaxta, á 65 ára sjálfstæðisafmæli lýðveldisins þann 17. júní næstkomandi, til erlendra auðlindasækinna kúgara? Talandi um að einhverjir kollsteypi sér í gröfinni! Verður það ráðherra Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs sem ríður á vaðið og heggur fyrsta skarðið í fullveldi þjóðarinnar með þessum gjörningi - hverjum gat dottið það í hug fyrir kosningar? Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar